Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Elsa Ingjaldsdóttir og Steingrímur Jónsson, starfsmenn Landstólpa, við vörubretti bóndans á Núpstúni í Hrunamannahreppi, sem hann fékk sent heim að fjósi með ýmsum rekstrarvörum fyrir búið. Hann losaði brettið eftir að þau fóru.
Elsa Ingjaldsdóttir og Steingrímur Jónsson, starfsmenn Landstólpa, við vörubretti bóndans á Núpstúni í Hrunamannahreppi, sem hann fékk sent heim að fjósi með ýmsum rekstrarvörum fyrir búið. Hann losaði brettið eftir að þau fóru.
Mynd / MHH
Fréttir 25. mars 2020

„Frí“ heimsending vegna COVID-19

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landstólpi og Vélaval hafa farið í sérstakar aðgerðir vegna COVID-19 veirunnar og bjóða bændum nú fría heimsendingu á vörum frá sér.

„Þetta er okkar framlag vegna ástandsins og okkar leið til að þjónusta bændur, við erum jú öll saman í þessu verkefni. Viðtökurnar hafa verið frábærar og bændur kunna greinilega vel að meta snertilaus viðskipti, sem eru mjög mikilvæg um þessar stundir,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri hjá Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Boðið er upp á fría heimkeyrslu á öllum rekstrarvörum ef keypt er fyrir 30 þúsund krónur eða meira. „Að sjálfsögðu hafa bændur áhyggjur af stöðunni og fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi lokað búum sínum fyrir gestum og gangandi. Við megum alls ekki við að þeir veikist, það þarf jú að halda áfram að fóðra skepnurnar og huga að velferð þeirra,“ bætir Elsa við.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...