Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt
Mynd / VH
Fréttir 16. apríl 2020

Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt

Höfundur: Ritstjórn

Flýta á stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda um nokkra mánuði vegna áhrifa af COVID-19. Þannig verða þeim greiðslum sem átti að greiða út 1. september og 1. október 2020 flýtt til 1. maí og 1. júní. Þetta er einkum gert til að mæta vandamálum þeirra bænda sem stunda aðra starfsemi einnig, eins og ferðaþjónustu.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerðina sem flýtir þessum stuðningsgreiðslum. Í tilkynningu úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er haft eftir ráðherra að ákvörðun um þetta sé tekin eftir yfirlegu síðustu vikna þar sem leiða hefur verið leitað til að lágmarka neikvæð áhrif COVID-19 á bæði landbúnað og sjávarútveg. „Með þessari breytingu erum við að koma sérstaklega til móts við sauðfjárbændur og reyna að milda höggið sem veiran hefur á starfsemi sauðfjárbænda um allt land,“ segir Kristján.

Í tilkynningunni kemur fram að ráðherra hafi falið framkvæmdanefnd búvörusamninga að leita leiða til að færa til fjármuni innan ársins 2020, í samræmi við gildandi búvörusamninga, til að koma sérstaklega á móts við innlenda matvælaframleiðslu sem glímir nú við tímabundna erfiðleika. Ein tillaga nefndarinnar hafi verið sú sem nú kemur til framkæmda.

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...