Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Pósturinn hyggst nú mæta þörfum fólks sem heldur sig í einangrun heima hjá sér í dreifbýlinu vegna COVID-19. Í undirbúningi er að Pósturinn sinni þessu fólki m.a. með matarsendingar frá verslunum.
Pósturinn hyggst nú mæta þörfum fólks sem heldur sig í einangrun heima hjá sér í dreifbýlinu vegna COVID-19. Í undirbúningi er að Pósturinn sinni þessu fólki m.a. með matarsendingar frá verslunum.
Mynd / Pósturinn/HKr.
Fréttir 3. apríl 2020

Pósturinn með matarsendingar frá verslunum til íbúa í dreifbýlinu

Höfundur: Hörður Kristánsson

Pósturinn hefur síðustu daga verið að búa sig undir og koma á framfæri vilja sínum til að sinna matarsendingum frá verslunum til íbúa í dreifbýli. Víða heldur fólk sig nú heima vegna búa sinna og þarf enn frekar á slíkri þjónustu að halda. Hefur Pósturinn verið í sambandi við verslanir sem sinna íbúum á landsbyggðinni með þennan valmöguleika í tengslum við ferðir landpósta og póstdaga.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslands­pósts, segir að þetta sé nú í skoðun hjá nokkrum aðilum og verið að fara yfir endanlegar útfærslur. Slíkar sendingar munu t.d. hefjast núna í vikunni hjá nokkrum aðilum.

Bjóða verslunum aðgang að dreifingarkerfi Póstsins

Birgir Jónsson, forstjóri Íslands­pósts.

„Við höfum haft frumkvæði að því að bjóða verslunum aðgengi að okkar flutninga- og dreifikerfi. Við erum að bjóða þetta öllum aðilum sem áhuga hafa á að fara út í slík viðskipti og bjóða þeim að nýta okkar kerfi. Það er gríðarlega öflugt og nær út um allt land,“ segir Birgir.

Hann telur að sú staða sem nú er komin upp vegna COVID-19 muni leiða til mikilla breytinga á þjóðfélaginu og hvernig fólk komi til með að haga sínum viðskiptum í framtíðinni. Fólk sé nú að læra á þá möguleika sem til staðar eru varðandi heimsendingarþjónustu á  matvælum og öðrum hlutum. Birgir telur að sú þróun muni halda áfram eftir að þessum heimsfaraldri lýkur. 

„Fólk hefur verið að uppgötva þennan möguleika á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki líka að eiga við út um landið?“

Hlíðarkaup á Sauðár­króki ríður á vaðið

Hlíðarkaup á Sauðárkróki hafa verið í viðræðum við Póstinn um heim­­keyrslu á vörum. Ásgeir Björg­vin Einarsson, eigandi Hlíðar­kaupa, segir að hugmyndin sé að fólk í Skaga­firði geti nýtt sér slíka heim­sendingar­þjónustu frá versluninni.

„Þá munum við taka pantanir saman og pósturinn kemur þá og sækir þær til okkar og dreifir tvisvar í viku,” segir Ásgeir.

Framkvæmdin mun fara eftir aðstæðum á hverjum stað

Umfangið og afkastagetan mun fara eftir aðstæðum á hverjum stað og tíma, bæði hjá Póstinum og viðkomandi verslunum.

Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Íslands­pósts.

Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Póstsins, segir mikilvægt að fyrirtæki í eigu ríkisins með starfsemi um land allt, undirstriki þá samfélagslegu ábyrgð sem það ber og bregðist við aðstæðum sem nú eru uppi með nýrri þjónustu til að létta undir hjá fólki, ekki síst í dreifbýli. „Nú þurfa allir að leggjast á eitt og standa saman. Þau nýmæli að senda fólki heim sendingar með matvöru í sveitina er svo vonandi þjónusta sem kemur til að vera í nýjum heimi og bætir búsetuskilyrði,“ segir Bjarni Jónsson.  

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...