Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skógarfoss.
Skógarfoss.
Fréttir 26. maí 2020

Mikið atvinnuleysi á svæðinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var  haldinn sameigin­legur fundur í gegnum fjarfundabúnað þingmanna Suðurkjördæmis, stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitar­félaga (SASS) og bæjar- og sveitarstjóra á Suðurlandi.  Tilgangur fundarins var að upplýsa um aðgerðir SASS og sveitarfélaganna á Suðurlandi í tengslum við COVID-19 faraldurinn og ræða jafnframt hugmyndir um leiðir til viðspyrnu og sóknarfæra. 
 
Fram kom að höggið er mikið á Suðurlandi vegna veirunnar en þess má geta að 2018 komu um 29% af atvinnutekjum í Skaftafellssýslum af gistingu og veitingum og hlutfallið í Uppsveitum var 13% og Rangárvallasýslu 11%. Nánast 100% afbókun var frá fyrsta degi kórónaveirunnar. 
 
Samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar frá 15. apríl  er gert ráð fyrir að atvinnuleysi á Suðurlandi verði að meðaltali 15,7% í apríl og 13,3% í maí. Landsmeðaltalið er áætlað 16,9% á apríl og 14,4% í maí.
Mest er atvinnuleysið áætlað í Mýrdalshreppi, 41,6% í apríl, í Skaftárhreppi 28% og Bláskógabyggð 26,6%. Spá Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að atvinnuleysið minnki í maí. 
 
 
Staða sveitarfélaganna 
 
Fulltrúar sveitarfélaganna kynntu stöðuna hvert í sínu sveitarfélagi og gerðu grein fyrir helstu aðgerðum. Sveitarfélögin hafa veitt greiðslufresti á fasteignagjöldum hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir tekjutapi. Veittur hefur verið afsláttur eða gjöld látin niður falla af sem dæmi þjónustu leikskóla- og frístundastarfi. Sveitarfélögin hafa reynt eftir megni að fylgja aðgerðapakka Sambands íslenskra sveitarfélaga og fara í flýtiframkvæmdir en úrræðin eru takmörkuð innan núverandi tekjuramma og lækkaðra útsvarstekna. Einnig leggja sveitarfélögin áherslu á félags- og heilbrigðisþjónustu og að upplýsa íbúa um stöðu mála. 
 
Sex mikilvæg mál
 
Á fundinum komu fram sex mikilvæg mál, sem sveitarfélögin leggja mikla áherslu á á COVID-19 tímum.
  • Fella niður vsk af fráveitu- og viðhaldsframkvæmdum.
  • Markaðsátak til að hvetja Íslend­inga til að sækja Suður­land heim.
  • Nýsköpun fyrir starfandi fyrir­tæki. 
  • Fá á hreint stöðu Jöfnunarsjóðs. 
  • Hamfaraástandið sem skapast hefur þarf ríkið að bæta líkt og um aflabrest sé að ræða.
  • Fá á hreint greiðslur vegna lagningar á ljósleiðara og hvað skuli gert í þéttbýliskjörnum sem búa við markaðsbrest, s.s. í Vestmannaeyjum.
Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...