Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar
Fréttir 19. mars 2020

Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir vefmyndavélum í tölvuvöruverslunum undanfarna daga. Er svo komið að í stærstu verslunum landsins á þessu sviði eru vefmyndavélar uppseldar og jafnvel næstu pantanir líka.

Greinilegt er að mikill fjöldi fólks er að undirbúa það að geta unnið frá sínu heimili í gegnum tölvur ef það lendir í einangrun vegna útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þá er fólk líka að undirbúa að geta haldið fundi með samstarfsfólki sínu yfir netið, en til þess þarf búnað eins og vefmyndavélar.  

Blaðamaður Bændablaðsins fór á stúfana í sömu erindagjörðum og fjöldi annarra í dag og kom þá í ljós að vefmyndavélar voru að verða, eða þegar orðnar uppseldar í flestum verslunum. Þannig var staðan t.d. í Elko og aðeins örfáar vélar eftir sem voru ekki efstar á vinsældalistum neytenda. Sölumaður greindi blaðamanni frá því að sama væri uppi á teningnum út um alla Evrópu. Menn væru að leita að leita að tiltækum vefmyndavélum út um allt. 

Í Tölvulistanum var sama sagan, en þar var allt uppselt að sögn starfsmanns og búið að selja upp allar þær vélar sem voru í pöntun.  Í versluninni Att í Kópavogi var líka allt uppselt og búið að selja fyrirfram allar vefmyndavélar sem búið var að panta. 

Skylt efni: COVID-19

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...