Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar
Fréttir 19. mars 2020

Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir vefmyndavélum í tölvuvöruverslunum undanfarna daga. Er svo komið að í stærstu verslunum landsins á þessu sviði eru vefmyndavélar uppseldar og jafnvel næstu pantanir líka.

Greinilegt er að mikill fjöldi fólks er að undirbúa það að geta unnið frá sínu heimili í gegnum tölvur ef það lendir í einangrun vegna útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þá er fólk líka að undirbúa að geta haldið fundi með samstarfsfólki sínu yfir netið, en til þess þarf búnað eins og vefmyndavélar.  

Blaðamaður Bændablaðsins fór á stúfana í sömu erindagjörðum og fjöldi annarra í dag og kom þá í ljós að vefmyndavélar voru að verða, eða þegar orðnar uppseldar í flestum verslunum. Þannig var staðan t.d. í Elko og aðeins örfáar vélar eftir sem voru ekki efstar á vinsældalistum neytenda. Sölumaður greindi blaðamanni frá því að sama væri uppi á teningnum út um alla Evrópu. Menn væru að leita að leita að tiltækum vefmyndavélum út um allt. 

Í Tölvulistanum var sama sagan, en þar var allt uppselt að sögn starfsmanns og búið að selja upp allar þær vélar sem voru í pöntun.  Í versluninni Att í Kópavogi var líka allt uppselt og búið að selja fyrirfram allar vefmyndavélar sem búið var að panta. 

Skylt efni: COVID-19

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...