Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar
Fréttir 19. mars 2020

Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir vefmyndavélum í tölvuvöruverslunum undanfarna daga. Er svo komið að í stærstu verslunum landsins á þessu sviði eru vefmyndavélar uppseldar og jafnvel næstu pantanir líka.

Greinilegt er að mikill fjöldi fólks er að undirbúa það að geta unnið frá sínu heimili í gegnum tölvur ef það lendir í einangrun vegna útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þá er fólk líka að undirbúa að geta haldið fundi með samstarfsfólki sínu yfir netið, en til þess þarf búnað eins og vefmyndavélar.  

Blaðamaður Bændablaðsins fór á stúfana í sömu erindagjörðum og fjöldi annarra í dag og kom þá í ljós að vefmyndavélar voru að verða, eða þegar orðnar uppseldar í flestum verslunum. Þannig var staðan t.d. í Elko og aðeins örfáar vélar eftir sem voru ekki efstar á vinsældalistum neytenda. Sölumaður greindi blaðamanni frá því að sama væri uppi á teningnum út um alla Evrópu. Menn væru að leita að leita að tiltækum vefmyndavélum út um allt. 

Í Tölvulistanum var sama sagan, en þar var allt uppselt að sögn starfsmanns og búið að selja upp allar þær vélar sem voru í pöntun.  Í versluninni Att í Kópavogi var líka allt uppselt og búið að selja fyrirfram allar vefmyndavélar sem búið var að panta. 

Skylt efni: COVID-19

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...