Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framboð fóðurs og áburðar tryggt á tímum COVID-19
Fréttir 19. mars 2020

Framboð fóðurs og áburðar tryggt á tímum COVID-19

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur tilkynnt um að útlit sé fyrir að framboð fóðurs og áburðar sé tryggt næstu mánuði í heimsfaraldri vegna COVID-19.

Samkvæmt Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs sem Almannvarnir hafa gefið út er lögð áhersla á að ekki verði rof í vöruflutningnum til og frá landinu og á milli landshluta.

Tilkynning Matvælastofnunar fer hér á eftir.

Fóður

Matvælastofnun og Bændasamtökin hafa aflað upplýsinga um stöðu fóðurbirgða og framleiðslu hjá fóðurframleiðendum og endursöluaðilum fóðurs, sem selja fóður til bænda.

Samkvæmt upplýsingunum telja þessi fyrirtæki sig hafa tryggt nægjanleg hráefni til næstu mánaða. Þau stefna á að auka birgðir sínar og eru kornskip væntanleg til landsins í mars og apríl. Framleiðslufyrirtækin hafa tryggt sínar sóttvarnir eins og kostur er til að lágmarka hættu á rofi framleiðslunnar þótt einhverjir starfsmenn veikist. Þau hafa meðal annars takmarkað eða bannað óþarfa heimsóknir á starfsstöðvar fyrirtækjanna. Fyrirtækin hafa aukið framleiðslu sína til að eiga birgðir af tilbúnu fóðri ef þörf er á.

Þau fyrirtæki sem flytja inn tilbúið fóður til endursölu hafa haft samband við framleiðendur fóðursins og fengið upplýsingar um viðbragðsáætlanir þeirra. Svör þeirra eru á þá leið að verksmiðjurnar erlendis hafa gripið til svipaðra varúðarráðstafana og íslensku fyrirtækin.

Þessi fyrirtæki tóku jafnframt fram að samstarf við önnur fyrirtæki yrði tekið upp ef tafir verða á afhendingu fóðurs. Þessi staða er ekki í augsýn nú.

Áburður

Áburðarfyrirtækin sem selja áburð til bænda og ylræktar hafa tryggt sér áburð fyrir sumarið. Hluti áburðarins er nú þegar kominn til landsins. Annar hluti er kominn í skip og er á leið til landsins. Það er verið að útvega skip fyrir það sem eftir er.

Ekki er séð fram á takmarkanir á flutningum áburðar til bænda þótt svo fari að takmarkanir verði settar á samgöngur.

Ítarefni

Upplýsingasíða Matvælastofnunar um kórónaveiruna/COVID-19 og dýr
Upplýsingasíða Matvælastofnunar um kórónaveiruna/COVID-19 og matvæli

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...