Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framboð fóðurs og áburðar tryggt á tímum COVID-19
Fréttir 19. mars 2020

Framboð fóðurs og áburðar tryggt á tímum COVID-19

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur tilkynnt um að útlit sé fyrir að framboð fóðurs og áburðar sé tryggt næstu mánuði í heimsfaraldri vegna COVID-19.

Samkvæmt Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs sem Almannvarnir hafa gefið út er lögð áhersla á að ekki verði rof í vöruflutningnum til og frá landinu og á milli landshluta.

Tilkynning Matvælastofnunar fer hér á eftir.

Fóður

Matvælastofnun og Bændasamtökin hafa aflað upplýsinga um stöðu fóðurbirgða og framleiðslu hjá fóðurframleiðendum og endursöluaðilum fóðurs, sem selja fóður til bænda.

Samkvæmt upplýsingunum telja þessi fyrirtæki sig hafa tryggt nægjanleg hráefni til næstu mánaða. Þau stefna á að auka birgðir sínar og eru kornskip væntanleg til landsins í mars og apríl. Framleiðslufyrirtækin hafa tryggt sínar sóttvarnir eins og kostur er til að lágmarka hættu á rofi framleiðslunnar þótt einhverjir starfsmenn veikist. Þau hafa meðal annars takmarkað eða bannað óþarfa heimsóknir á starfsstöðvar fyrirtækjanna. Fyrirtækin hafa aukið framleiðslu sína til að eiga birgðir af tilbúnu fóðri ef þörf er á.

Þau fyrirtæki sem flytja inn tilbúið fóður til endursölu hafa haft samband við framleiðendur fóðursins og fengið upplýsingar um viðbragðsáætlanir þeirra. Svör þeirra eru á þá leið að verksmiðjurnar erlendis hafa gripið til svipaðra varúðarráðstafana og íslensku fyrirtækin.

Þessi fyrirtæki tóku jafnframt fram að samstarf við önnur fyrirtæki yrði tekið upp ef tafir verða á afhendingu fóðurs. Þessi staða er ekki í augsýn nú.

Áburður

Áburðarfyrirtækin sem selja áburð til bænda og ylræktar hafa tryggt sér áburð fyrir sumarið. Hluti áburðarins er nú þegar kominn til landsins. Annar hluti er kominn í skip og er á leið til landsins. Það er verið að útvega skip fyrir það sem eftir er.

Ekki er séð fram á takmarkanir á flutningum áburðar til bænda þótt svo fari að takmarkanir verði settar á samgöngur.

Ítarefni

Upplýsingasíða Matvælastofnunar um kórónaveiruna/COVID-19 og dýr
Upplýsingasíða Matvælastofnunar um kórónaveiruna/COVID-19 og matvæli

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Tjöldin dregin frá
18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi