Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Framboð fóðurs og áburðar tryggt á tímum COVID-19
Fréttir 19. mars 2020

Framboð fóðurs og áburðar tryggt á tímum COVID-19

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur tilkynnt um að útlit sé fyrir að framboð fóðurs og áburðar sé tryggt næstu mánuði í heimsfaraldri vegna COVID-19.

Samkvæmt Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs sem Almannvarnir hafa gefið út er lögð áhersla á að ekki verði rof í vöruflutningnum til og frá landinu og á milli landshluta.

Tilkynning Matvælastofnunar fer hér á eftir.

Fóður

Matvælastofnun og Bændasamtökin hafa aflað upplýsinga um stöðu fóðurbirgða og framleiðslu hjá fóðurframleiðendum og endursöluaðilum fóðurs, sem selja fóður til bænda.

Samkvæmt upplýsingunum telja þessi fyrirtæki sig hafa tryggt nægjanleg hráefni til næstu mánaða. Þau stefna á að auka birgðir sínar og eru kornskip væntanleg til landsins í mars og apríl. Framleiðslufyrirtækin hafa tryggt sínar sóttvarnir eins og kostur er til að lágmarka hættu á rofi framleiðslunnar þótt einhverjir starfsmenn veikist. Þau hafa meðal annars takmarkað eða bannað óþarfa heimsóknir á starfsstöðvar fyrirtækjanna. Fyrirtækin hafa aukið framleiðslu sína til að eiga birgðir af tilbúnu fóðri ef þörf er á.

Þau fyrirtæki sem flytja inn tilbúið fóður til endursölu hafa haft samband við framleiðendur fóðursins og fengið upplýsingar um viðbragðsáætlanir þeirra. Svör þeirra eru á þá leið að verksmiðjurnar erlendis hafa gripið til svipaðra varúðarráðstafana og íslensku fyrirtækin.

Þessi fyrirtæki tóku jafnframt fram að samstarf við önnur fyrirtæki yrði tekið upp ef tafir verða á afhendingu fóðurs. Þessi staða er ekki í augsýn nú.

Áburður

Áburðarfyrirtækin sem selja áburð til bænda og ylræktar hafa tryggt sér áburð fyrir sumarið. Hluti áburðarins er nú þegar kominn til landsins. Annar hluti er kominn í skip og er á leið til landsins. Það er verið að útvega skip fyrir það sem eftir er.

Ekki er séð fram á takmarkanir á flutningum áburðar til bænda þótt svo fari að takmarkanir verði settar á samgöngur.

Ítarefni

Upplýsingasíða Matvælastofnunar um kórónaveiruna/COVID-19 og dýr
Upplýsingasíða Matvælastofnunar um kórónaveiruna/COVID-19 og matvæli

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...