Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrstu gemlingarnir settir út í vorið. Trausti með Ingibjörgu Elínu 4 ára.
Fyrstu gemlingarnir settir út í vorið. Trausti með Ingibjörgu Elínu 4 ára.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 13. maí 2020

Ekki heyrt af vandamálum við mönnun starfa á sauðburði

Höfundur: smh
Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskups­tungum og stjórnarmaður í Lands­samtökum sauðfjárbænda, segir að hann hafi ekki heyrt af vanda­málum sauðfjárbænda við mönnun starfa á sauðburði. Sjálf þurfi þau ekki að leita að starfsfólki utan bús, þar sem burðartímabilið sé langt og því dreifðara álag. 
 
„Ætli það séu ekki um sex hundruð kindur sem munu bera hjá okkur. Til að þurfa ekki mikinn viðbótarmannskap almennt á sauðburði – fyrir utan okkur fjölskylduna – þá höfum við frekar lengt í sauðburðartímabilinu. Við eigum fjóra duglega krakka sem hjálpa okkur og það dugar til. Vinnum þá í tveimur hópum.
 
En þó við lengjum í sauðburðinum og ráðum ekki til okkar starfskraft, þá koma nú fjölskylda og vinir dag og dag og létta undir,“ segir Trausti.
 
Sumir hafa treyst á erlent vinnuafl
 
„Ég veit hins vegar til þess að mörg af stærri búunum hafa um nokkurt skeið treyst á vinnuafl erlendis frá, það var búið að ganga frá ráðningu á fólki sem svo ekki komst til landsins. Það sem maður hefur heyrt er að flestir hafi farið fljótlega í að leita annarra lausna. Fólk reynir þá að nýta tengsl og fjölskyldubönd til að manna þessi störf. Auðvitað ætlaði enginn að láta taka sig í bólinu með þetta þegar það fór að skýrast hvernig þetta var allt að þróast. Þá fóru bændur náttúrlega að undirbúa sig og tryggja sig fyrir þetta tímabil með baklandi sínu. Ég vona bara að allir þeir sem þurftu að fara aðrar leiðir í að manna þessi störf hafi gert viðeigandi ráðstafanir, til að tryggja sína velferð og dýranna. Ég hef ekki heyrt af neinum vandamálum í kringum mig.“
 
Gemlingarnir komnir í rúllu.
 
Þurfum áfram að gæta að okkur
 
Við þurfum auðvitað að gæta að okkur áfram, því það eru reglur enn í gangi. Fólk vinnur þá frekar saman sem býr undir sama þaki og eru í nánum samskiptum frá degi til dags. Maður heyrir ekki annað en að flestir séu bara jákvæðir, það er helst að það séu áhyggjur á ákveðnum landsvæðum út af kali.
 
„Sauðburður, það sem af er, gengur mjög vel. Gott heilbrigði í lömbum og féð virðist heilt yfir, samkvæmt því sem maður heyrir, vel framgengið eftir veturinn. Svo hjálpar tíðarfarið núna heilmikið, alls staðar þurrt um og í húsum – og auðvitað gott að koma fénu út í hey.
 
„Sauðburðurinn er svona að komast í fullan gang, en það er um vika síðan þetta fór af stað,“ sagði Trausti þegar rætt var við hann um miðja síðustu viku. Maður verður var við það á samfélagsmiðlum að það er heilmikið að gerast vítt og breitt um landið á sauðburði – það er til dæmis gaman að fylgjast með Snapchat-reikningum bænda.
Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.