Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fallið frá frumvarpi
Fréttir 13. febrúar 2023

Fallið frá frumvarpi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frumvarp matvælaráðherra til lagabreytinga á búvörulögum um auknar heimildir kjötafurðastöðva og sláturleyfishafa til samvinnu lá í desember síðastliðnum í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar

Nú hefur frumvarpið verið fellt út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir vetrar- og vorþing 2023. Nýtt frumvarp verður samið í staðinn og lagt fram á haustþingi.

Frumvarpið byggði á tillögum spretthópsins frá því í júní á síðasta ári, sem ráðherra kallaði eftir vegna slæmrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Í tilkynningu úr matvælaráðuneytinu kemur fram að í umsögnum hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við efnistök frumvarpsins, einkum er tiltekið að Samkeppniseftirlitið telji þá undanþágu sem var lögð til í frumvarpinu, mögulega fara gegn ákvæðum EES samningsins.

„Auk þess gangi sú undanþága mun lengra en viðgangist í nágrannalöndum og hætta sé á að hagsmunir kjötafurðastöðva fari ekki saman við hagsmuni bænda. Enn fremur benti Samkeppniseftirlitið á að núgildandi samkeppnislög heimili hagræðingu og því ekkert til fyrirstöðu að hægt sé að skapa grundvöll til hagræðingar á vettvangi kjötafurðastöðva samkvæmt núgildandi lögum,“ segir í tilkynningunni.

Nýtt frumvarp mun heimila samstarf

Ætlar matvælaráðherra, í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við frumvarpið, að setja af stað vinnu við gerð nýs frumvarps sem heimilar fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, eins og tíðkast í nágrannalöndum Íslands.

Horft verður til reglna Evrópusambandsins og Noregs við þá vinnu og tryggt að ekki verði minna svigrúm hér á landi í þessum efnum en í nágrannalöndunum. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á næsta haustþingi.

Umsagnir sem birtust í Samráðsgáttinni voru bæði jákvæðar og neikvæðar. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) töldu að frumvarpið gæti aukið hagræði í sláturiðnaði svo um muni. Hins vegar þurfti að skýra ákveðin atriði þess betur. Að mati SAM eru svipaðar aðstæður uppi nú varðandi kjötafurðastöðvar og var í mjólkuriðnaði þegar undanþáguákvæði frá samkeppnislögum var innleitt í búvörulögin fyrir þann geira afurðastöðva árið 2004.

Stærðarhagkvæmni skilar sér til bænda

Bændasamtök Íslands sögðu í sinni umsögn að þeirra sýn væri að með færri og stærri einingum sem sjá um slátrun og vinnslu afurða raungerist stærðarhagkvæmni sem skili sér til bænda í fleiri greiddum krónum.

Færri krónur þurfi þá að fara í milliliði og fleiri krónur fari til frumframleiðenda. Til að það markmið náist, sem jafnframt skili sér til neytenda, þá verði að eiga sér stað hagræðing í allri keðjunni frá bónda í búð.

Félags atvinnurekenda taldi algjörlega ótækt að sérhagsmunahópar geti pantað hjá stjórnvöldum undanþágur frá samkeppnislögum af því að þeir telji rekstur sumra fyrirtækja í tilteknum greinum ekki ganga nógu vel. Grundvallaratriði, að mati Félags atvinnurekenda, er að margvíslegir möguleikar séu á samstarfi og samstarfi framleiðenda búvöru eða jafnvel samruna afurðastöðva að óbreyttum lögum, án undanþágna frá bannákvæðum 10. og 12. gr. samkeppnislaga.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...