Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti
Fréttir 24. nóvember 2020

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þá hafði sala dregist saman á síðasta ársfjórðungi um 9,8%, en um 5% ef miðað er við 12 mánaða tímabil samkvæmt tölum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ef skoðuð er sala á einstökum tegundum, þá hefur langmestur samdráttur verið í október á sölu kindakjöts eða 23,5%. Þá var 14% samdráttur í sölu nautgripakjöts og 9,3% samdráttur í sölu á alifuglakjöti frá afurðastöðvum.

Önnur athyglisverð tíðindi voru þau að hrossakjötssalan jókst um 39,8% og salan á svínakjöti jókst líka verulega eða um 17,9%.

25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti frá ágústbyrjun til októberloka

Án efa má rekja verulegan hluta þessa samdráttar til lokana og takmarkaðs aðgengis að hótelum og veitingastöðum vegna COVID-19 faraldursins. Á síðasta ársfjórðungi nam samdrátturinn í kjötsölunni 9,8%. Þar af var 25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti, 9,6% samdráttur í alifuglakjöti og 4% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Aftur á móti var 22,5% aukning í sölu á hrossakjöti og 6,8% aukning í sölu á svínakjöti.  

Tólf mánaða salan dróst saman um 5%

Þegar skoðaðar eru tölur yfir tólf mánaða tímabil kemur í ljós að heildarsamdrátturinn nam 5%. Þar af var mestur samdráttur í sölu á kindakjöti frá afurðastöðvum eða 11,4%. Þá var 6,8% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 3,1% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Hinsvegar jókst salan á hrossakjöti um 3,1% á þessu tímabili og um 2,4% í svínakjöti.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...