Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent
Mynd / Bbl
Fréttir 15. ágúst 2019

Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent

Höfundur: smh

Allir sjö sláturleyfishöfarnir hafa birt verðskrár sínar fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Fjallalamb bættist í hópinn í morgun, en er ekki með í prentaðri útgáfu Bændablaðsins sem dreift var í morgun. Meðaltalshækkun á dilkum er tíu prósent.

Sláturfélag Suðurlands greiðir áfram hæsta meðalverðið fyrir lambið, eða tæpar 455 krónur á kílóið. 

Mesta hækkunin tæp 15 prósent

Næsthæsta meðalverðið fyrir lambið greiða Kaupfélag Skagfirðinga og SKVH, eða tæpar 452 krónur á kílóið.

Mesta hækkunin nú í ár á meðalverði fyrir lamb, miðað við verð með uppbótum síðasta árs, er hjá Norðlenska sem hækkar verð um tæp 15 prósent á kílóið. 

Sláturtíð hefst hjá Norðlenska 29. ágúst. Forslátrun hófst 9. ágúst hjá KS og SKVH og hefðbundin sláturtíð byrjar 4. september og einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands. Slátrun hefst 3. september hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, hjá SAH verður byrjað að slátra 6. september  og 12. september hjá Fjallalambi. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...