Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent
Mynd / Bbl
Fréttir 15. ágúst 2019

Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent

Höfundur: smh

Allir sjö sláturleyfishöfarnir hafa birt verðskrár sínar fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Fjallalamb bættist í hópinn í morgun, en er ekki með í prentaðri útgáfu Bændablaðsins sem dreift var í morgun. Meðaltalshækkun á dilkum er tíu prósent.

Sláturfélag Suðurlands greiðir áfram hæsta meðalverðið fyrir lambið, eða tæpar 455 krónur á kílóið. 

Mesta hækkunin tæp 15 prósent

Næsthæsta meðalverðið fyrir lambið greiða Kaupfélag Skagfirðinga og SKVH, eða tæpar 452 krónur á kílóið.

Mesta hækkunin nú í ár á meðalverði fyrir lamb, miðað við verð með uppbótum síðasta árs, er hjá Norðlenska sem hækkar verð um tæp 15 prósent á kílóið. 

Sláturtíð hefst hjá Norðlenska 29. ágúst. Forslátrun hófst 9. ágúst hjá KS og SKVH og hefðbundin sláturtíð byrjar 4. september og einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands. Slátrun hefst 3. september hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, hjá SAH verður byrjað að slátra 6. september  og 12. september hjá Fjallalambi. 

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...