Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent
Mynd / Bbl
Fréttir 15. ágúst 2019

Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent

Höfundur: smh

Allir sjö sláturleyfishöfarnir hafa birt verðskrár sínar fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Fjallalamb bættist í hópinn í morgun, en er ekki með í prentaðri útgáfu Bændablaðsins sem dreift var í morgun. Meðaltalshækkun á dilkum er tíu prósent.

Sláturfélag Suðurlands greiðir áfram hæsta meðalverðið fyrir lambið, eða tæpar 455 krónur á kílóið. 

Mesta hækkunin tæp 15 prósent

Næsthæsta meðalverðið fyrir lambið greiða Kaupfélag Skagfirðinga og SKVH, eða tæpar 452 krónur á kílóið.

Mesta hækkunin nú í ár á meðalverði fyrir lamb, miðað við verð með uppbótum síðasta árs, er hjá Norðlenska sem hækkar verð um tæp 15 prósent á kílóið. 

Sláturtíð hefst hjá Norðlenska 29. ágúst. Forslátrun hófst 9. ágúst hjá KS og SKVH og hefðbundin sláturtíð byrjar 4. september og einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands. Slátrun hefst 3. september hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, hjá SAH verður byrjað að slátra 6. september  og 12. september hjá Fjallalambi. 

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.