Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent
Mynd / Bbl
Fréttir 15. ágúst 2019

Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent

Höfundur: smh

Allir sjö sláturleyfishöfarnir hafa birt verðskrár sínar fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Fjallalamb bættist í hópinn í morgun, en er ekki með í prentaðri útgáfu Bændablaðsins sem dreift var í morgun. Meðaltalshækkun á dilkum er tíu prósent.

Sláturfélag Suðurlands greiðir áfram hæsta meðalverðið fyrir lambið, eða tæpar 455 krónur á kílóið. 

Mesta hækkunin tæp 15 prósent

Næsthæsta meðalverðið fyrir lambið greiða Kaupfélag Skagfirðinga og SKVH, eða tæpar 452 krónur á kílóið.

Mesta hækkunin nú í ár á meðalverði fyrir lamb, miðað við verð með uppbótum síðasta árs, er hjá Norðlenska sem hækkar verð um tæp 15 prósent á kílóið. 

Sláturtíð hefst hjá Norðlenska 29. ágúst. Forslátrun hófst 9. ágúst hjá KS og SKVH og hefðbundin sláturtíð byrjar 4. september og einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands. Slátrun hefst 3. september hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, hjá SAH verður byrjað að slátra 6. september  og 12. september hjá Fjallalambi. 

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...