Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verðskrár afurðastöðva til endurskoðunar
Mynd / BBL
Fréttir 22. febrúar 2018

Verðskrár afurðastöðva til endurskoðunar

Höfundur: smh
Í 3. tölublaði Bændablaðsins á þessu ári var greint frá því meðalverði sem afurðastöðvarnar greiddu fyrir dilkakjötskílóið frá síðustu sláturtíð. Nokkrar viðbótarupplýsingar – auk leiðréttingar – hafa síðan borist, þar á meðal frá afurðastöðvunum sem greiddu lægsta og hæsta verðið.
 
Meðalverðið hjá SAH afurðum hefur verið leiðrétt, en upphaflegar upplýsingar sem blaðamanni bárust voru rangar. Rétt verð er 340,99 krónur á kílóið – sem er þó enn lægsta verðið – og hæsta verðið er 425,5 krónur á kílóið, en það var greitt hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga og það barst einnig eftir útkomu blaðsins. 
 
Sala hjá Norðlenska gefur tilefni til leiðréttingar
 
Þá tilkynnti Norðlenska um þriggja prósenta hækkun þann 9. febrúar síðastliðinn á innleggi dilkakjöts 2017. Í rökstuðningi fyrir hækkuninni kemur fram að þegar verðskráin fyrir haustið 2017 var kynnt hafi legið fyrir að ef betur færi með afurðasölu en óttast var að yrði, myndi verðskráin verða endurskoðuð í því ljósi.
 
„Einnig hefur legið fyrir að vegna þeirrar óvissu sem fylgir miklu birgðahaldi á sauðfjárafurðum er það vilji fyrirtækisins að uppfæra verðskrá einungis fyrir þann hluta innleggs sem hefur verið seldur á hverjum tíma. Sala Norðlenska á lambakjöti, bæði innanlands og utan, í lok árs 2017 er um fjórðungur af innleggi síðustu sláturtíðar og gefur afkoman tilefni til leiðréttingar á verðskrá um 3% af innleggi dilkakjöts haustið 2017. Næsta endurskoðun verðskrár er fyrirhuguð í maí vegna sölu á fyrsta ársfjórðungi 2018. Leiðréttingin kemur til greiðslu 15. febrúar,“ segir í tilkynningunni.
 
Uppfært meðalverð afurðastöðvanna fyrir kíló af dilkakjöti á síðast ári:
 
SAH afurðir: 
Uppfærð verðskrá er 340,99 krónur á kílóið.
 
Fjallalamb:
Meðalverð var 347,69 krónur fyrir kílóið. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, segir að þegar endanleg útkoma ársins 2017 liggi fyrir muni Fjallalamb ákveða með uppfærslu á verðskrá.
 
Norðlenska:
Uppfært meðalverð er um 367 krónur á kílóið. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að halda verði því til haga að sú uppbót sem nú er greidd sé vegna sölu á haustslátrun 2017 fram að síðustu áramótum.  Greidd er uppbót á þau kíló sem seld höfðu verið um áramót.  Varðandi það sem þá átti eftir að selja verður tekin ákvörðun um í maímánuði.  
 
Sláturfélag Vopnfirðinga:
Meðalverð var um 377 krónur fyrir kílóið, miðað við uppfærða verðskrá. 
 
Kjötafurðastöð KS:
Meðalverð var 399,7 krónur fyrir kílóið. Verðskráin verður endurskoðuð í næsta mánuði, að sögn Ágústs Andréssonar forstöðumanns.
 
Sláturfélag Suðurlands:
Sláturfélag Suðurlands (SS) staðgreiddi allt sauðfjárinnlegg föstudag eftir innleggsviku og greiddi að meðaltali rúmar 422,65 krónur fyrir kílóið af dilkakjöti. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, reiknar ekki með breytingu á þeirra verðskrá.

Sláturhús KVH:
Meðalverð var 425,5 krónur á kílóið og verður verðskrá líklega endurskoðuð samhliða endurskoðuninni hjá KS.

 
 
 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...