afurðastöðvar
Sláturfélag Vopnfirðinga hækkar afurðaverð um 8,5 prósent
Sláturfélag Vopnfirðinga hefur gefið út afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sláturtíðarinnar haustið 2020. Reiknað meðalverð fyrir dilka er 507 krónur á kílóið og miðað við lokaverð úr síðastu sláturtíð telst það vera 8,5 prósenta hækkun.
Sláturfélag Suðurlands hækkar afurðarverð um 6,7 prósent
Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur gefið út verðskrá yfir afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð er 497 krónur á kíló dilka, en það er hækkun um 6,7 prósent frá lokaverði á síðasta ári.
Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð
Landssamtök sauðfjárbænda (LS) skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð fyrir sauðfjárframleiðslu haustsins 2020 þegar í stað. Áskorunin er birt á vef samtakanna.
Samvinna afurðastöðva
Á undanförnum árum hafa afurðastöðvar í kjöti mátt þola gríðarmiklar breytingar í sínu samkeppnisumhverfi. Þar sem innflutningur á kjöti hefur aukist verulega frá löndum þar sem aðstæður til framleiðslu eru mun hagfelldari út frá mörgum sjónarhornum, t.d. aðbúnaði dýra, launakostnaði og veðurfari.
Áhyggjur af mönnun sláturhúsanna í haust
Sláturleyfishafar hafa þegar hafið undirbúning vegna sláturtíðar á komandi hausti. Stór hluti starfsmanna á hverri sláturtíð kemur frá útlöndum, í stórum stíl frá Póllandi og víðar. Sama fólkið kemur gjarnan ár eftir ár í sömu sláturhúsin, vant fólk sem þekkir vel til verka og heldur afköstum uppi.
Auðveldlega hægt að hagræða með helmingsfækkun sláturhúsa
Afnám frystiskyldu á innfluttu kjöti í kjölfar EFTA-dóms og frelsi í innflutningi á fersku kjöti geta haft verulegar afleiðingar á innlenda kjötframleiðslu að mati forstjóra SS. Við því sé hægt að bregðast, m.a. með helmingsfækkun sláturhúsa.
Afurðastöðvar greiða sauðfjárbændum uppbætur
Fjórar afurðastöðvar hafa tilkynnt um viðbótargreiðslur fyrir dilkakjöt í síðustu sláturtíð; Kjötafurðastöð Kaupfélags (KS) Skagfirðinga, Sláturhús KVH ehf. (SKVH), SAH Afurðir og Sláturfélag Vopnfirðinga.
SKVH gefur út afurðaverð fyrir sumarslátrun
Sláturhúsið á Hvammstanga hefur gefið út verð til bænda fyrir komandi sumarslátrun.
Verðskrár afurðastöðva til endurskoðunar
Í 3. tölublaði Bændablaðsins á þessu ári var greint frá því meðalverði sem afurðastöðvarnar greiddu fyrir dilkakjötskílóið frá síðustu sláturtíð. Nokkrar viðbótarupplýsingar – auk leiðréttingar – hafa síðan borist, þar á meðal frá afurðastöðvunum sem greiddu lægsta og hæsta verðið.
Greitt var frá tæpri 341 krónu til um 425 króna á innlagt kíló - uppfært
Í uppgjöri afurðastöðvanna, vegna sauðfjárslátrunar síðastliðið haust, kemur fram að meðalverð fyrir hvern dilk var frá 326,55 krónur á kílóið upp í 422,65 krónur á hvert kíló.
Bæta þarf tækjabúnað og gera úrvinnslu skilvirkari
Bæta þarf tækjabúnað sláturhúsa til að hægt verði að auka skilvirkni og hagræða í rekstri þeirra.
Vilja halda áfram búskap en ósáttir með afurðastöðvarnar
Nýleg könnun sem Landssamtök sauðfjárbænda gerði meðal félagsmanna sinna um afstöðu þeirra til ýmissa hagsmunamála þykir um margt athyglisverð.
Afurðaverð svipað og á síðasta ári
Samkvæmt nýrri verðskrá vegna sauðfjárslátrunar hjá KS, Sláturhússins á Hvammstanga, sláturfélaga Suðurlands og Norðlenska er grunnverð fyrir afurðaflokk R3 svipað og á síðasta ári en greitt verður álag fyrstu sláturvikurnar.