Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samvinna afurðastöðva
Lesendarýni 29. apríl 2020

Samvinna afurðastöðva

Höfundur: Þórarinn Ingi Pétursson

Á undanförnum árum hafa afurðastöðvar í kjöti mátt þola gríðarmiklar breytingar í sínu samkeppnisumhverfi. Þar sem innflutningur á kjöti hefur aukist verulega frá löndum þar sem aðstæður til framleiðslu eru mun hagfelldari út frá mörgum sjónarhornum, t.d. aðbúnaði dýra, launakostnaði og veðurfari. Einnig er slátrun og vinnsla í mörgum þessara landa mun hagkvæmari vegna stærðarhagkvæmni og lægri launakostnaðar svo eitthvað sé nefnt. Þetta gerir það að verkum að íslenskar kjötafurðastöðvar hafa glímt við erfiðan rekstur undanfarin ár.

Þessi fyrirtæki skapa fjölmörg störf, flest á landsbyggðinni, og eru mikilvægur hlekkur í innlendri framleiðslu matvæla sem enn og aftur sannar sig nú á hinum erfiðu tímum Covid-19. Vegna þessa erfiðu aðstæðna í rekstri hafa afurðastöðvar meðal annars ekki getað hækkað verð til bænda í takt við það sem eðlilegt væri og heldur ekki náð að endurnýja og fjárfesta í rekstri sínum eins og ákjósanlegt væri.

Breytingar á búvörulögum

Það er augljóst að ef gæta á sanngirni í þessum heimi þarf að jafna samkeppnisstöðu afurðastöðva á Íslandi. Ef vel ætti að vera þyrfti að horfa til sambærilegs fyrirkomulags og viðhaft er í mjólkuriðnaðinum. Þar sem afurðastöðvar hafa leyfi til þess að hafa með sér ákveðið samstarf og verkaskiptingu á markaði. Með því mætti sjá mikla hagræðingu á ýmsum sviðum í þessum rekstri sem myndi skapa fyrirtækjunum betri rekstur og rými skapast til að borga bændum hærra verð fyrir sínar afurðir.  Hefur undirritaður lagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis að breytingar verði gerðar í þá átt sem reifað hefur verið í grein þessari á búvörulögum á síðasta haustþingi með það að markmiði að efla innlenda framleiðslu og tryggja afkoma bænda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Í krísum sem þessari sannast hið fornkveðna að hollur er heimafenginn baggi. Íslendingar munu eins og aðrar þjóðir þurfa að leggja mikla áherslu á það á næstu árum að efla og tryggja sína matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af okkar matvælaframleiðslu og standa vörð um hana sem aldrei fyrr.

Þórarinn Ingi Pétursson
þingmaður Framsóknar
í NA-kjördæmi

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...