Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Steinþór Skúlason.
Steinþór Skúlason.
Mynd / HKr.
Fréttir 24. apríl 2019

Auðveldlega hægt að hagræða með helmingsfækkun sláturhúsa

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Afnám frystiskyldu á innfluttu kjöti í kjölfar EFTA-dóms og frelsi í innflutningi á fersku kjöti geta haft verulegar afleiðingar á innlenda kjötframleiðslu að mati forstjóra SS. Við því sé hægt að bregðast, m.a. með helmingsfækkun sláturhúsa.   

„Þetta mun augljóslega raska sölu á innlendu nautakjöti og verð mun væntanlega lækka. Það mun þá væntanlega hafa ruðningsáhrif á aðrar kjöttegundir,” sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS, á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda. 

Telur hann að búast megi við sölusamdrætti á dilkakjöti hér innanlands eins og á öðru kjöti. Sagði Steinþór að best væri að bregðast við mögulegum samdrætti í sölu á dilkakjöti með hagræðingu.

Fjögur sláturhús duga

„Á síðastliðnu hausti var slátrað sauðfé í átta sláturhúsum á landinu. Það duga fjögur. Ég held að það sé auðveldlega hægt að spara 300 milljónir króna á ári í rekstrarkostnaði ef það yrði slátrað í fjórum húsum í staðinn fyrir átta. 

Hægt að spara allt að 60–80 krónur á kíló í slátrun

„Gróft reiknað þá gera 300 milljónir á tíu þúsund tonn um 30 krónur á kílóið sem hægt væri að spara með fækkun sláturhúsa. 

Ef afurðastöðvar fengju þess utan heimild til að vinna saman, hvort sem væri undir nýjum lögum eða með undanþágu frá samkeppnislögum, þá held ég að það væri hægt að spara 30–40 krónur í viðbót á hvert kíló. Það væri með því að afurðastöðvarnar gætu sérhæft sig og væru ekki allar að framleiða fyrir alla markaði. Sumir gætu sérhæft sig í útflutningi, aðrir fyrir ákveðinn hluta af innanlandsmarkaði og svo framvegis. Þarna er hagræðingarmöguleiki sem gæti í heildina numið 60–80 krónum á kílóið.

Óhagkvæmni lendir á endanum á bændunum sjálfum

Í þeirri stöðu sem blasir við okkur er ekki annað hægt en að fara þessa braut. Það er alveg ljóst að það verða engir aðrir en bændur sem borga fyrir þessa óhagkvæmni að lokum. Því ætti að vera mikill þrýstingur frá bændum á fækkun afurðastöðva, því það eru beinir hagsmunir ykkar bænda að það verði hagrætt,“ sagði Steinþór Skúlason. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...