Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þær höfðu greinilega ekki miklar áhyggjur af stöðu mála þessar kindur sem voru á beit í Hvalvatnsfirði í sumar. Enda nóg að bíta og brenna.
Þær höfðu greinilega ekki miklar áhyggjur af stöðu mála þessar kindur sem voru á beit í Hvalvatnsfirði í sumar. Enda nóg að bíta og brenna.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. október 2017

Vilja halda áfram búskap en ósáttir með afurðastöðvarnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Nýleg könnun sem Landssamtök sauðfjárbænda gerði meðal félagsmanna sinna um afstöðu þeirra til ýmissa hagsmunamála þykir um margt athyglisverð. Þar kom m.a. fram megn óánægja bænda með hugmyndir fráfarandi landbúnaðarráðherra um lausn á þeirra vanda. 
 
Alls töldu 83% aðspurðra að tillögur ráðherra væru ekki til þess fallnar að leysa þann bráðavanda sem steðjaði að sauðfjárræktinni. Mikil óvissa ríkir þó greinilega einnig meðal bænda um hvernig skuli bregðast við vandanum. 
 
Spurt var: Telur þú líklegt að þú munir nýta þér þann möguleika að hætta sauðfjárrækt haustið 2017 og halda 90% af greiðslum samkvæmt sauðfjársamningi í 5 ár ef það býðst?
 
Ríkur vilji bænda til að halda áfram búskap
 
Spurt var hvort sauðfjárbændur teldu líklegt að þeir myndu nýta sér þann möguleika í framkomnum tillögum ráðherra að hætta sauðfjárrækt haustið 2017 og halda 90% af greiðslum samkvæmt sauðfjársamningi í 5 ár ef það byðist. Svarið var mjög afgerandi og ótvírætt. Kom þar fram greinilegur og ríkur vilji sauðfjárbænda til að halda áfram búskap þótt á móti blási. Þannig sögðust 80,7% bænda ekki, eða líklega ekki, vilja nýta sér slíkan möguleika ef hann stæði til boða. Jafnframt kom þar fram að 8,2% bænda svöruðu þessari spurningu játandi og um 5% töldu það mjög líklegt. Talið er að í þeim hópi sé talsvert af yngstu bændunum sem eru oft einnig mjög skuldsettir. 
 
Afstaða bændanna breyttist lítið þótt spurningin væri orðuð aðeins öðruvísi og miðað við að þeir hættu 2018 og væri boðið 70% af greiðslum til þriggja ára samkvæmt sauðfjársamningi. Að vísu voru enn færri tilbúnir að stökkva á þann vagn. 
 
Spurt var: Ert þú ánægð/ur með hvernig afurðarstöðvar standa að slátrun, úrvinnslu, sölu og markaðssetningu kindakjöts?
 
Mikil óánægja með afurðastöðvarnar
 
Þegar spurt var um afstöðu bænda til afurðastöðvanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra óánægður með hvernig afurðastöðvarnar standa að slátrun, úrvinnslu, sölu og markaðssetningu kindakjöts. Nær 86% aðspurðra sögðust vera mjög eða frekar óánægðir með framgang afurðarstöðvanna. Virðist þar einkum endurspeglast megn óánægja bænda með mjög mikla lækkun á afurðaverði til bænda. Vekur þetta ekki síst athygli þar sem bændur eiga bæði hluti í flestum afurðastöðvunum og einnig aðild að stjórnum þeirra. Virðist sem þessi afstaða bænda sé jafnvel ekki að skila sér inn í þeirra eigin fyrirtæki. 
 
Mikil umræða hefur verið um markaðssetningu kindakjöts að undanförnu og m.a. hart deilt á afurðastöðvarnar og verslanafyrirtækin um að sinna ekki kröfum neytenda, m.a. um annan skurð á kjöti og pökkun afurða. Hefur þar t.d. flogið hátt í fjölmiðlum gagnrýni á að ekki hafi verið hægt að fá íslenskt kindahakk í verslunum fyrr en erlenda verslunin Costco fór að bjóða slíkt í sinni verslun. 
 
Spurt var: Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skynsamlegt að sameina afurðastöðvar?
 
Bændur jafn mikið með og á móti frekari sameiningu afurðastöðva
 
Í könnun LS var einnig spurt um hvort sauðfjárbændur teldu skynsamlegt að sameina afurðastöðvar ef lagaleg forsenda væri fyrir hendi. Þar voru bændur nokkurn veginn jafn mikið með frekari sameiningu og á móti. Þess má geta að á liðnum árum og áratugum hefur orðið mikil samþjöppun í þessum geira með mikilli fækkun sláturhúsa. Hefur því líka komið fram töluverð gagnrýni á að heilu landsfjórðungarnir séu nú án sláturhúsa og fyrir suma bændur því mjög langt að fara með fé til slátrunar. 
Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...