Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
SS staðgreiddi rúmar 422 krónur fyrir kílóið af dilkakjötinu í síðustu haustslátrun.
SS staðgreiddi rúmar 422 krónur fyrir kílóið af dilkakjötinu í síðustu haustslátrun.
Mynd / smh
Fréttir 9. febrúar 2018

Greitt var frá tæpri 341 krónu til um 425 króna á innlagt kíló - uppfært

Höfundur: smh

Umfjöllunin hér að neðan hefur verið uppfærð

Umfjöllunin að neðan hefur verið uppfærð frá prentaðri útgáfu sem kom út í morgun:
 
Meðalverð hjá SAH afurðum hefur verið leiðrétt í umfjölluninni.
Þá var einnig bætt við upplýsingum frá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga
 
 
Í uppgjöri afurðastöðvanna, vegna sauðfjárslátrunar síðastliðið haust, kemur fram að meðalverð fyrir hvern dilk var frá 340,99 krónur á kílóið upp í 425,5 krónur á hvert kíló. 
 
Bændablaðið leitaði til sláturleyfishafa og bað um upplýsingar um meðalverð á kíló til bænda fyrir hvern innlagðan dilk. Einnig var óskað eftir upplýsingum um fjölda slátraðra dilka og meðalþunga – og hvort vænta mætti endurskoðunar á verðskrám.  
 
Sláturfélag Vopnfirðinga slátraði rúmum 30 þúsund
 
Að sögn Þórðar Pálssonar, skrifstofustjóra hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, var innlagt magn dilkakjöts á síðustu sláturvertíð 467.434 kíló. Meðalafurðaverð fyrir hvert kíló var um 377 krónur með breyttri gjaldskrá, en alls var slátrað 30.430 dilkum þar sem meðalvigtin var 15,91 kíló. 
 
Fjallalamb slátraði tæpum 28 þúsund
 
Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, segir að heildarmeðalverð á öllum keyptum dilkum hafi verið 347,69 krónur á kílóið. Meðalþungi dilka hjá Fjallalambi var 15,73 kíló og alls var slátrað 27.731 dilkum. Hann tekur fram að Fjallalamb hafi ekki hækkað sláturkostnað á heimteknu ef tekið var eitthvert magn. „Flest húsin hækkuðu sláturkostnað verulega ef heimtaka bænda fór yfir ákveðið magn og gerði þá bændum erfiðara að taka í heimtöku og selja.“
 
Björn Víkingur segir að þegar endanleg útkoma ársins 2017 liggi fyrir mun Fjallalamb ákveða með uppfærslu á verðskrá.
 
Meðalþungi 16,36 kíló hjá Norðlenska
 
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að hjá þeim hafi 97.851 dilki verið slátrað. 
Meðalþungi hjá Norðlenska var 16,36 kíló á dilk og meðalverð um 356 krónur á kílóið.
 
„Þeirri verðskrá sem gefin var út í lok sumars hefur ekki verið breytt, en breytingar gætu orðið fljótlega,“ segir Ágúst Torfi.
 
KS slátraði tæplega 98 þúsund dilkum
 
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, segir að meðalverð fyrir innlagða dilka hafi verið 399,7 krónur á kílóið. Kjötafurðastöðin slátraði 97.778 dilkum og var meðalþyngdin 16,33 kíló. Að sögn Ágústs verður verðskráin endurskoðuð í næsta mánuði. 
 
Hann segir að rétt sé að setja verð frá Sláturhús KVH sér inn í þennan samanburð, þar sem að þeir greiða álag á hluta slátrunar. Á Hvammstanga var 100.139 lömbum slátrað, þar sem meðalvigt var 16,7 kíló. Þar var meðalverð á lamb 425,5 krónur á kílóið.
 
SAH afurðir slátruðu rúmlega 96 þúsund dilkum
 
Hjá SAH afurðum á Blönduósi var 96.256 dilkum slátrað. Meðalþungi dilka var 16,52 kíló og meðalverð fyrir dilk var 340,99 krónur á kílóið, miðað við fyrirliggjandi verðskrá. 
 
Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, sem á og rekur SAH afurðir, segir að endurskoðun á verðskrá liggi ekki fyrir. „Við komum til með að fara yfir þetta með eins góðum hug og hægt er, svo mikið er víst, en erum ekki búnir að því og ég get ekki sagt hvenær við gerum það,“ segir hann.
 
SS staðgreiddi rúmar 422 krónur fyrir kílóið
 
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að 103.204 dilkum hafi verið slátrað hjá þeim í síðustu sláturtíð.  Meðalþyngd slátraðra dilka var 16,49 kg og meðalverð sem greitt var fyrir innlagða dilka var 422,65 krónur á kílóið. „SS staðgreiddi allt sauðfjárinnlegg föstudag eftir innleggsviku,“ segir Steinþór, sem reiknar ekki með breytingu á þeirra verðskrá.
 
 
 
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...