Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, í pontu á fundi sauðfjárbænda.
Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, í pontu á fundi sauðfjárbænda.
Mynd / smh
Fréttir 30. október 2017

Bæta þarf tækjabúnað og gera úrvinnslu skilvirkari

Höfundur: smh
Bæta þarf tækjabúnað sláturhúsa til að hægt verði að auka skilvirkni og hagræða í rekstri þeirra.
 
Þetta kom fram á fundi Lands­samtaka sauðfjár­bænda 19. september síðastliðinn á Hótel Sögu. Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, flutti framsögu sem gestur fundarins. Síðan var orðið gefið laust þar sem bændum gafst færi á að leggja fyrirspurnir fyrir Ágúst. Nokkrir bændur tóku til máls og var meðal annars spurt um málefni tengd afurðaverði til bænda, markaðsmál afurðastöðvanna og rekstur sláturhúsanna. Í svörum hans komu fram nokkur atriði sem hægt væri að bæta í starfsemi sláturhúsanna. 
 
Þungur rekstur afurðastöðvanna 
 
Ágúst tók undir með bændum, að framkomið almennt afurðaverð gengi hreinlega ekki upp fyrir þá rekstrarlega séð. Það væri rétt sem bent hefði verið á, að 650 krónur á kílóið væri það lágmarksverð sem sláturleyfis­hafar þyrftu að geta boðið. Það væri hins vegar ljóst að rekstur afurðastöðvanna hefði verið mjög þungur af ýmsum ástæðum. Launahækkanir og kostn­aðarsamt starfsmannahald væru einn liður í þeim vanda. 
 
Framþróun tæknibúnaðar sláturhúsa
 
Hann sagðist hafa fundað með fulltrúum frá Marel um hvernig stíga mætti næstu skref í framþróun á tæknibúnaði sláturhúsanna. Flestar afurðastöðvarnar hefðu á undanförnum misserum uppfært sinn búnað að hluta til, en þegar kæmi að úrvinnslunni væri enn hætt að bæta ýmislegt. Áður hefði verið kappkostað að slátra öllu eins hratt og hægt væri og frysta nánast jafnóðum skrokkana heila, þannig að ekki gafst tími til að afgreiða pantanir. Þróunin nú væri sú að æskilegt væri að hægt sé að skera og vinna sem mest í sölueiningar, daginn eftir slátrun. Sláturhúsin þyrftu að laga sig betur að slíkum vinnubrögðum með úrbeiningarlínur og skurðarvélar. Ekki hafi náðst að fylgja eftir þróuninni hjá þeim sláturhúsum sem væru komin hvað lengst að þessu leyti. 
 
Ágúst sagði að rekstrarkostnaður sláturhúsanna hefði aukist ár frá ári. Launakostnaður hefði hækkað og svo væri mikil samkeppni um húsnæði fyrir það vinnuafl sem kæmi til tímabundinna starfa í sláturhúsum. Ef tækist að fækka þessu starfsfólki myndi það þýða hagræðingu í rekstri. 
 
Fundur Landssamtaka sauðfjárbænda.
Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...