Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, í pontu á fundi sauðfjárbænda.
Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, í pontu á fundi sauðfjárbænda.
Mynd / smh
Fréttir 30. október 2017

Bæta þarf tækjabúnað og gera úrvinnslu skilvirkari

Höfundur: smh
Bæta þarf tækjabúnað sláturhúsa til að hægt verði að auka skilvirkni og hagræða í rekstri þeirra.
 
Þetta kom fram á fundi Lands­samtaka sauðfjár­bænda 19. september síðastliðinn á Hótel Sögu. Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, flutti framsögu sem gestur fundarins. Síðan var orðið gefið laust þar sem bændum gafst færi á að leggja fyrirspurnir fyrir Ágúst. Nokkrir bændur tóku til máls og var meðal annars spurt um málefni tengd afurðaverði til bænda, markaðsmál afurðastöðvanna og rekstur sláturhúsanna. Í svörum hans komu fram nokkur atriði sem hægt væri að bæta í starfsemi sláturhúsanna. 
 
Þungur rekstur afurðastöðvanna 
 
Ágúst tók undir með bændum, að framkomið almennt afurðaverð gengi hreinlega ekki upp fyrir þá rekstrarlega séð. Það væri rétt sem bent hefði verið á, að 650 krónur á kílóið væri það lágmarksverð sem sláturleyfis­hafar þyrftu að geta boðið. Það væri hins vegar ljóst að rekstur afurðastöðvanna hefði verið mjög þungur af ýmsum ástæðum. Launahækkanir og kostn­aðarsamt starfsmannahald væru einn liður í þeim vanda. 
 
Framþróun tæknibúnaðar sláturhúsa
 
Hann sagðist hafa fundað með fulltrúum frá Marel um hvernig stíga mætti næstu skref í framþróun á tæknibúnaði sláturhúsanna. Flestar afurðastöðvarnar hefðu á undanförnum misserum uppfært sinn búnað að hluta til, en þegar kæmi að úrvinnslunni væri enn hætt að bæta ýmislegt. Áður hefði verið kappkostað að slátra öllu eins hratt og hægt væri og frysta nánast jafnóðum skrokkana heila, þannig að ekki gafst tími til að afgreiða pantanir. Þróunin nú væri sú að æskilegt væri að hægt sé að skera og vinna sem mest í sölueiningar, daginn eftir slátrun. Sláturhúsin þyrftu að laga sig betur að slíkum vinnubrögðum með úrbeiningarlínur og skurðarvélar. Ekki hafi náðst að fylgja eftir þróuninni hjá þeim sláturhúsum sem væru komin hvað lengst að þessu leyti. 
 
Ágúst sagði að rekstrarkostnaður sláturhúsanna hefði aukist ár frá ári. Launakostnaður hefði hækkað og svo væri mikil samkeppni um húsnæði fyrir það vinnuafl sem kæmi til tímabundinna starfa í sláturhúsum. Ef tækist að fækka þessu starfsfólki myndi það þýða hagræðingu í rekstri. 
 
Fundur Landssamtaka sauðfjárbænda.
Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...