Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð
Mynd / Bbl
Fréttir 2. september 2020

Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð

Höfundur: Ritstjórn

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð fyrir sauðfjárframleiðslu haustsins 2020 þegar í stað. Áskorunin er birt á vef samtakanna. 

Þar segir ennfremur:  „Verði ekki veruleg leiðrétting á verði til bænda verða að fylgja þeirri ákvörðun gild rök. Landssamtök sauðfjárbænda skora jafnframt á sömu aðila að gefa samhliða út raunhæfa áætlun um stefnu fyrirtækisins varðandi afurðaverð sauðfjárafurða til næstu tveggja ára með eðlilegum fyrirvörum.“

Breytinga er þörf

„Greinin nýtur velvilja þjóðarinnar, meirihluti hennar telur lambakjöt til þjóðarréttarins og neysla er meiri en víðast annars staðar. Þá hefur íslenska lambið notið vinsælda meðal ferðamanna. Það borgar hins vegar ekki reikningana frekar en yndisarðurinn. Breytinga er því þörf, leiðréttingar á afurðaverði á þeim frjálsa markaði sem við búum við eða að öðrum kosti stórra kerfisbreytinga, ef greinin á að lifa.  

Þess vegna skorum við jafnframt á fyrirtækin að senda okkur, sauðfjárbændum öllum, skilaboð um það hvert þau stefna með afurðaverð á næstu árum eða með öðrum orðum hvort sauðfjárrækt á Íslandi sé lífvænleg grein eða ekki. Við núverandi afurðaverð, útflutningsverð, framleiðslukostnað og sláturkostnað er hún það ekki,“ segir einnig á vef LS.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...