Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð
Mynd / Bbl
Fréttir 2. september 2020

Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð

Höfundur: Ritstjórn

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð fyrir sauðfjárframleiðslu haustsins 2020 þegar í stað. Áskorunin er birt á vef samtakanna. 

Þar segir ennfremur:  „Verði ekki veruleg leiðrétting á verði til bænda verða að fylgja þeirri ákvörðun gild rök. Landssamtök sauðfjárbænda skora jafnframt á sömu aðila að gefa samhliða út raunhæfa áætlun um stefnu fyrirtækisins varðandi afurðaverð sauðfjárafurða til næstu tveggja ára með eðlilegum fyrirvörum.“

Breytinga er þörf

„Greinin nýtur velvilja þjóðarinnar, meirihluti hennar telur lambakjöt til þjóðarréttarins og neysla er meiri en víðast annars staðar. Þá hefur íslenska lambið notið vinsælda meðal ferðamanna. Það borgar hins vegar ekki reikningana frekar en yndisarðurinn. Breytinga er því þörf, leiðréttingar á afurðaverði á þeim frjálsa markaði sem við búum við eða að öðrum kosti stórra kerfisbreytinga, ef greinin á að lifa.  

Þess vegna skorum við jafnframt á fyrirtækin að senda okkur, sauðfjárbændum öllum, skilaboð um það hvert þau stefna með afurðaverð á næstu árum eða með öðrum orðum hvort sauðfjárrækt á Íslandi sé lífvænleg grein eða ekki. Við núverandi afurðaverð, útflutningsverð, framleiðslukostnað og sláturkostnað er hún það ekki,“ segir einnig á vef LS.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...