Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð
Mynd / Bbl
Fréttir 2. september 2020

Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð

Höfundur: Ritstjórn

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð fyrir sauðfjárframleiðslu haustsins 2020 þegar í stað. Áskorunin er birt á vef samtakanna. 

Þar segir ennfremur:  „Verði ekki veruleg leiðrétting á verði til bænda verða að fylgja þeirri ákvörðun gild rök. Landssamtök sauðfjárbænda skora jafnframt á sömu aðila að gefa samhliða út raunhæfa áætlun um stefnu fyrirtækisins varðandi afurðaverð sauðfjárafurða til næstu tveggja ára með eðlilegum fyrirvörum.“

Breytinga er þörf

„Greinin nýtur velvilja þjóðarinnar, meirihluti hennar telur lambakjöt til þjóðarréttarins og neysla er meiri en víðast annars staðar. Þá hefur íslenska lambið notið vinsælda meðal ferðamanna. Það borgar hins vegar ekki reikningana frekar en yndisarðurinn. Breytinga er því þörf, leiðréttingar á afurðaverði á þeim frjálsa markaði sem við búum við eða að öðrum kosti stórra kerfisbreytinga, ef greinin á að lifa.  

Þess vegna skorum við jafnframt á fyrirtækin að senda okkur, sauðfjárbændum öllum, skilaboð um það hvert þau stefna með afurðaverð á næstu árum eða með öðrum orðum hvort sauðfjárrækt á Íslandi sé lífvænleg grein eða ekki. Við núverandi afurðaverð, útflutningsverð, framleiðslukostnað og sláturkostnað er hún það ekki,“ segir einnig á vef LS.

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...