Framleiðslan úr haustslátrun 2020 er um fjórðungi minni en fyrir 37 árum
Mynd / Bbl
Fréttir 20. nóvember 2020

Framleiðslan úr haustslátrun 2020 er um fjórðungi minni en fyrir 37 árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikill samdráttur hefur orðið í framleiðslu á kindakjöti frá 1983 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þannig er framleiðslan á yfirstandandi ári 2.750 tonnum minni en fyrir 35 árum, árið 1985, og 3.514 tonnum minni en hún var 1983 sem yfirlit Hagstofu íslands nær til. Hefur framleiðslan verið í niðursveiflu frá 2017 eftir 20 ára stíganda þar á undan, eða frá því botninum var síðast náð 1997. 

Sauðfjárslátrun er nú lokið á landinu og alls var slátrað samkvæmt fyrirliggjandi tölum 49.237 af fullorðnu sauðfé og 485.245 dilkum, eða samtals 534.482. Heildarfallþyngd alls sauðfjárins var rúm 9.465 tonn, en meðalþyngd dilka var 16,91 kg sem er met. Er þetta 124 tonnum minni heildarframleiðsla á  kindakjöti en árið 2019. Inn í þessar tölur vantar kjöt af fé sem slátrað hefur verið en hefur ekki staðist mat af einhverjum orsökum og því flokkað sem úrkast. Þar er um  að ræða 715 dilka og 1.538 fullorðið fé.

Mikil niðursveifla frá 1983 til 1997 og aftur frá 2017

Samkvæmt tölu Hagstofu Íslands nam kindakjötsframleiðslan 12.979 tonnum árið 1983 og dróst stöðugt saman fram til 1997 þegar hún var komin niður í 7.903 tonn. Þá tók sauðfjárræktin aftur kipp og framleiðslan jókst í 9.735 tonn árið 2000 þegar fé var talsvert fækkað. Árið eftir (2001) voru framleidd 8.616 tonn og síðan var rólegur stígandi í framleiðslunni allt til ársins 2017 þegar kindakjötsframleiðslan var komin í 10. 619 tonn. Að öðru leyti var nokkuð jafn stígandi þar til aftur fór að dragast saman, eða í 10.487 tonn árið 2018, 9.598 tonn árið 2019 og nú eð framleiðslan komin niður í 9.465 tonn, sem er 3.514 tonnum minni framleiðsla en 1983. 

Flestu fé var slátrað hjá SS

Samkvæmt samantekt á tölum frá 12. nóvember var mest slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands, eða 107.532. Kaupfélag Skagfirðinga kom næst með 102.906 og Sláturfélag KVH ehf. var í þriðja sæti með 96.746. Þá kom Sláturhús Norðlenska ehf. í fjórða sæti með 89.111 og SAH Afurðir ehf. voru í fimmta sæti með 79.746 fjár. 

Í sjötta til tíunda sæti voru; Sláturfélag Vopnfirðinga ehf. með 29.700, Fjallalamb ehf. með 27.839 fjár, Sláturfélag Vesturlands með 795, Seglbúðir með 384 og Sláturfélagið Búi ehf. en þar var slátrað 374 sauðkindum.

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og s...

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna
Fréttir 27. nóvember 2020

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun bæta 500 millj...

Aðalfundur LS 2020
Fréttir 27. nóvember 2020

Aðalfundur LS 2020

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda fór fram í gegnum fjarfundarbúnað fimmtuda...

Lýsa áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets
Fréttir 26. nóvember 2020

Lýsa áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets

Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjumanna og Bændasamtök lýsa miklum áhyg...

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni
Fréttir 26. nóvember 2020

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni

Í dag klukkan 15 verður bein útsending á vegum Íslensks lambakjöts á Facebook-sí...

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för m...

Alþjóðleg vitundarvika um skynsamlega notkun sýklayfja
Fréttir 25. nóvember 2020

Alþjóðleg vitundarvika um skynsamlega notkun sýklayfja

Dagana 18.–24.nóvember er árleg alþjóðleg vitundarvika um skyn­samlega notkun sý...

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti
Fréttir 24. nóvember 2020

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti

Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sa...