Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri
Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hærri en hún var nú í nýliðinni sláturtíð, meðalþyngdin nú var 16,99 kíló en hæsta meðalþyngd var árið 2014 þegar hún var 17,34 kíló. Meðalþyngdin nú er 0,690 kíló meiri en var í fyrra. Fita í ár var 6,57 og gerð 9,12 og hefur aldrei verið hærri.