Meðalþyngd lamba í haustslátrun hjá Norðlenska á Húsavik nú var 0,690 kíló meiri en var í fyrra og sú næstmesta í sögu fyrirtækisins.
Meðalþyngd lamba í haustslátrun hjá Norðlenska á Húsavik nú var 0,690 kíló meiri en var í fyrra og sú næstmesta í sögu fyrirtækisins.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. nóvember 2020

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hærri en hún var nú í nýliðinni sláturtíð, meðalþyngdin nú var 16,99 kíló en hæsta meðalþyngd var árið 2014 þegar hún var 17,34 kíló. Meðalþyngdin nú er 0,690 kíló meiri en var í fyrra. Fita í ár var 6,57 og gerð 9,12 og hefur aldrei verið hærri. 

„Bændur hafa sannarlega unnið vel í ræktunarmálum á liðnum árum en ef við til gamans bökkum 15 ára aftur í tímann til ársins 2005 þá var meðalþyngd 15,11 kíló, fita 6,34 og gerð 7,57,“ segir Sigmundur Hreiðarsson, framleiðslustjóri Norðlenska á Húsavík. Alls var slátrað hjá félaginu tæplega 90 þúsund fjár.

Engin slátursala í haust

Engin slátursala var hjá félaginu nú í haust og segir Sigmundur það alls ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að sleppa henni þetta árið, „einkum í ljósi þess að við viljum fyrir alla muni halda í þá aldagömlu hefð að fólk taki slátur. Við mátum stöðuna samt þannig núna að áhættan af því að halda sölunni opinni á þessum tímum væri of mikil,“ segir Sigmundur. 

Allt skipulag fyrirtæksisins miðaðist við að halda slátrun áfram óhikað og var t.d. hvorki bændum né öðrum hleypt inn í starfsstöðina. Sláturtíð gekk vel og ekkert óvænt kom upp á. Menn lögðu mikið á sig til að fá kórónuveiruna ekki inn í fyrirtækið segir Sigmundur og það hafi gengið eftir. „Stundum þarf að taka óvinsælar ákvarðanir eins og að sleppa slátursölu til að auka öryggið.“ 

Sigmundur segir að vissulega hafi verið töluvert hringt og spurt út í slátursöluna en flestir sýnt því skilning þegar málið var útskýrt.

Bændur sveigjanlegir

Hann segir starfsfólk eiga þakkir skildar, það hafi lagt sitt lóð á vogarskálar, án þess framlags hefði þetta ekki verið hægt. Sömuleiðis verktakar sem þjónusta fyrirtækið og þá ekki síst vill Sigmundur þakka bændum fyrir gott samstarf nú sem fyrr, en mikið mæði á þeim og þeir þurfi oft að vera mjög sveiganlegir með t.d. afgreiðslu fjár.

Hallar á landbúnað í fyrstu úthlutun
Fréttir 22. janúar 2021

Hallar á landbúnað í fyrstu úthlutun

Nokkur skortur gætti á beinum landbúnaðarverkefnum við fyrstu úthlutun Matvælasj...

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi
Fréttir 22. janúar 2021

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi

Þýskur dómstóll úrskurðaði þann 17. desember síðastliðinn að Tesla þyrfti að lút...

Hrúturinn Svarti-Smári frá Vatni er héraðsmeistari
Fréttir 22. janúar 2021

Hrúturinn Svarti-Smári frá Vatni er héraðsmeistari

Út af dálitlu sem hefur angrað heiminn síðustu mánuði var ekki hægt að halda hau...

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST
Fréttir 21. janúar 2021

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á atburði þar sem tveir einst...

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum
Fréttir 21. janúar 2021

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum

Undanfarna áratugi og enn frekar á síðustu árum og misserum hafa látlausar frétt...

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika
Fréttir 21. janúar 2021

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og ...

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu
Fréttir 20. janúar 2021

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu

Toyota setti á markað í Banda­ríkjunum í byrjun desember, 2021-útgáfu af sportle...

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð
Fréttir 20. janúar 2021

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð

Stjórn Menningarseturs Skag­firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda...