Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðjón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss Vesturlands, segir að vaxandi áhugi sé á því að vera með afurðir úr héraði og gera út á sérstöðuna.
Guðjón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss Vesturlands, segir að vaxandi áhugi sé á því að vera með afurðir úr héraði og gera út á sérstöðuna.
Mynd / smh
Fréttir 13. september 2019

Slátrar fyrir bændur sem selja beint frá býli

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Sláturhús Vesturlands í Brákarey, Borgarnesi, hefur verið starfrækt undanfarin ár og verður svo líka í haust. Að sögn aðstandenda fyrirtækisins verður starfsemin með svipuðum hætti og í fyrra, það er að segja fyrst og fremst þjónustuslátrun fyrir bændur sem taka afurðirnar til sín aftur. Í haust verður þó boðið upp á meiri kjötvinnslu en áður og verður hún aðlöguð að óskum kaup­enda. Guðjón Kristjánsson er framkvæmdastjóri Slátur­húss Vesturlands en alls eru um 10 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
 
Guðjón framkvæmdastjóri segir að nú sé sauðfjárslátrun komin á fullt, nóg að gera í Brákarey og meðbyr með starfseminni. 
 
„Þetta gengur fyrst og fremst út á að þjónusta bændur sem vilja selja sitt eigið kjöt beint frá býli. Við höfum ekki farið þá leið að kaupa kjöt af bændum heldur aðstoðum við þá við að selja það. Við erum með kjötiðnaðarmenn og vinnslu sem gengur frá kjötinu eins og viðskiptavinir vilja.“
 
„Þú velur bónda, hann framleiðir og við slátrum“
 
Guðjón segir að yfirleitt sæki bændur kjötið til þeirra og komi áleiðis til sinna kaupenda. Margir veitingastaðir og ekki síður mötu­neyti vilji vera með staðbundið hráefni af þekktum uppruna og þar komi sláturhúsið í Brákarey sterkt inn. „Oftast er kjötið sótt til okkar en við sendum líka út frá okkur, til dæmis í veitingahús og til mötuneyta.“ Hann segir ekkert mál að setja kjöt í neytenda­umbúðir og allt kjötið sé rekjanlegt beint til bónda. Guðjón segir að kröfur neytenda um uppruna séu mjög vaxandi. „Ég segi það að í framtíðinni velur þú þér bónda, hann framleiðir fyrir þig og við sjáum um slátrunina.“ 
 
Allur tækjabúnaður til staðar
 
Nú er fjórða sláturtíðin að hefjast í Brákarey síðan þjónustuslátrun var tekin upp. „Við erum með leyfi til að slátra öllum skepnum nema kanínum og alifuglum en aðallega erum við í nautgripa-, sauðfjár- og hrossaslátrun,“ segir Guðjón. Hann segir að allur tækjabúnaður sé til staðar til að slátra svínum en til þess hafi ekki komið enn þá. Markmið sláturhúss Vesturlands sé að slátra um 4.000 dilkum núna í haust en það á eftir að koma í ljós hvort það takist. „Við erum að slátra á bilinu 150–200 dilkum á dag og látum kjötið hanga í 2–3 daga,“ segir Guðjón og bætir við að ef slátrað er seinni part vikunnar geti viðskiptavinir látið hanga yfir helgina. Margir hafi áhuga á að láta hanga vel.
 
Gott fyrir umhverfið og matarmenninguna
 
Guðjón segir að vaxandi áhugi sé á því að vera með afurðir úr héraðinu og margir bændur séu með fastan viðskiptamanna­hóp og gera út á sérstöðu ýmiss konar. „Það er ágætt að þurfa ekki að flytja matinn of langt og þetta er gott fyrir menninguna og matarupplifunina, sem og umhverfið líka.“ Aðspurður um það hvernig viðskiptavinir geti nálgast kjöt frá Brákarey bendir hann á Facebook-síðu Sláturhúss Vestur­lands þar sem er að finna verð og ýmsar upplýsingar. „Svo er líka einfaldlega hægt að hringja í pöntunarsímann 666-7980,“ segir Guðjón Kristjánsson, framkvæmda­stjóri Sláturhúss Vesturlands. 
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f