Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Mynd / SS
Fréttir 2. desember 2019

Góð sláturtíð hjá SS og hagstæðar markaðsaðstæður til næsta hausts

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) slátraði 1.538 fleiri kindum í síðustu sláturtíð en á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að sláturtíðin hafi verið farsæl, sala í sláturtíð og útflutningur hafi gengið óvenju vel.

Alls var 110.702 kindum slátrað og í tilkynningunni segir að jöfn og góð afköst hafi verið, en góðu starfsfólki og bættri aðstöðu er þakkað vel heppnaðri sláturtíð. Fram kemur að í lok nóvember hafi birgðastaða SS verið hófleg miðað við fyrri ár og ekki verði annað séð en markaðsaðstæður til næsta hausts séu hagstæðar.

Hluti rekstrarafgangs til bænda

„Sláturáætlun og verðhlutföll haustsins 2020 hafa verið ákveðin og birt á heimasíðu félagsins á vefslóðinni að https://www.ss.is/saudfe/. Það er mikilvægt fyrir bændur að hafa upplýsingar tímanlega um verðhlutföll til að geta ákveðið heppilegasta sláturtíma m.v. aðstæður hvers og eins.

SS býður nýja innleggjendur velkomna í innleggsviðskipti og leggur áherslu á að greiða samkeppnisfært verð og að staðgreiða allar afurðir. Jafnframt fylgir félagið þeirri stefnu, er vel gengur, að greiða hluta af rekstrarafgangi móðurfélagsins sem viðbót á afurðaverð til bænda,“ segir í tilkynningu SS.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...