Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Mynd / SS
Fréttir 2. desember 2019

Góð sláturtíð hjá SS og hagstæðar markaðsaðstæður til næsta hausts

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) slátraði 1.538 fleiri kindum í síðustu sláturtíð en á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að sláturtíðin hafi verið farsæl, sala í sláturtíð og útflutningur hafi gengið óvenju vel.

Alls var 110.702 kindum slátrað og í tilkynningunni segir að jöfn og góð afköst hafi verið, en góðu starfsfólki og bættri aðstöðu er þakkað vel heppnaðri sláturtíð. Fram kemur að í lok nóvember hafi birgðastaða SS verið hófleg miðað við fyrri ár og ekki verði annað séð en markaðsaðstæður til næsta hausts séu hagstæðar.

Hluti rekstrarafgangs til bænda

„Sláturáætlun og verðhlutföll haustsins 2020 hafa verið ákveðin og birt á heimasíðu félagsins á vefslóðinni að https://www.ss.is/saudfe/. Það er mikilvægt fyrir bændur að hafa upplýsingar tímanlega um verðhlutföll til að geta ákveðið heppilegasta sláturtíma m.v. aðstæður hvers og eins.

SS býður nýja innleggjendur velkomna í innleggsviðskipti og leggur áherslu á að greiða samkeppnisfært verð og að staðgreiða allar afurðir. Jafnframt fylgir félagið þeirri stefnu, er vel gengur, að greiða hluta af rekstrarafgangi móðurfélagsins sem viðbót á afurðaverð til bænda,“ segir í tilkynningu SS.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...