Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Mynd / SS
Fréttir 2. desember 2019

Góð sláturtíð hjá SS og hagstæðar markaðsaðstæður til næsta hausts

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) slátraði 1.538 fleiri kindum í síðustu sláturtíð en á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að sláturtíðin hafi verið farsæl, sala í sláturtíð og útflutningur hafi gengið óvenju vel.

Alls var 110.702 kindum slátrað og í tilkynningunni segir að jöfn og góð afköst hafi verið, en góðu starfsfólki og bættri aðstöðu er þakkað vel heppnaðri sláturtíð. Fram kemur að í lok nóvember hafi birgðastaða SS verið hófleg miðað við fyrri ár og ekki verði annað séð en markaðsaðstæður til næsta hausts séu hagstæðar.

Hluti rekstrarafgangs til bænda

„Sláturáætlun og verðhlutföll haustsins 2020 hafa verið ákveðin og birt á heimasíðu félagsins á vefslóðinni að https://www.ss.is/saudfe/. Það er mikilvægt fyrir bændur að hafa upplýsingar tímanlega um verðhlutföll til að geta ákveðið heppilegasta sláturtíma m.v. aðstæður hvers og eins.

SS býður nýja innleggjendur velkomna í innleggsviðskipti og leggur áherslu á að greiða samkeppnisfært verð og að staðgreiða allar afurðir. Jafnframt fylgir félagið þeirri stefnu, er vel gengur, að greiða hluta af rekstrarafgangi móðurfélagsins sem viðbót á afurðaverð til bænda,“ segir í tilkynningu SS.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...