Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungum hjá SS á Selfossi voru rangt flokkaðir. Verðmæti innleggsins reiknast um 100 þúsund krónum hærra eftir að bændur höfðu kært kjötmatið.

















