Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Kjötiðnaðarstöð SS er á Hvolsvelli.
Kjötiðnaðarstöð SS er á Hvolsvelli.
Fréttir 10. mars 2025

Góð afkoma hjá SS

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands hækkuðu um rúman hálfan milljarð milli áranna 2023 og 2024.

Samstæðuársreikningur SS var birtur þann 18. febrúar sl. Í honum kemur fram að rekstrartekjur félagsins árið 2024 reyndust 17.748 milljónir króna og hagnaður þess 872 milljónir króna sem er aukning frá fyrra ári. „Þessi hækkun er til komin vegna bættrar stöðu á veitinga- og smásölumarkaði. Útflutningur dróst hins vegar saman á lambakjöti og verð á áburði til bænda lækkaði umtalsvert sem dregur úr veltu á innflutningsvörum þrátt fyrir magnaukningu milli ára,“ segir í skýrslu stjórnar í ársreikningnum.

Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi SS og dótturfélaga þess, Reykjagarðs hf. og Hollt og gott ehf. SS er samvinnufélag og er tilgangur þess að annast slátrun, úrvinnslu og sölu á framleiðslu félagsmanna.

„Félagið flytur einnig inn vörur og stundar aðra verslun eftir því sem það styrkir sölu á framleiðslu félagsins. Með hliðsjón af tilgangi félagsins og stöðu þess er höfuðmarkmið félagsins að vera leiðandi matvælafyrirtæki sem starfar á heildsölustigi og dreifir vörum á landsvísu. Félagið starfar á þremur sviðum, slátrun, matvælaiðnaði og innflutningi matvæla, áburðar og fóðurs,“ segir í ársreikningnum en 448 ársverk eru skráð hjá félaginu.

Í lok ársins 2024 var fjöldi félagsaðila 2.307 talsins sem eiga yfir 1.000 krónur í stofnsjóði A-deildar. Hluthafar í stofnsjóði B-deildar voru 564 talsins. Stærsta hlutdeild í B-sjóði eiga Birta lífeyrissjóður (33,71%) og Landsbankinn (20,56%).

„Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði 14,77% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af er verðbótarþáttur 4,77%, eða alls 29,5 milljónir króna og að reiknaðir verði 14,77% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 64,1 milljón króna,“ segir í skýrslu stjórnar en boðað hefur verið til aðalfundar föstudaginn 21. mars nk. í Goðalandi í Fljótshlíð.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f