Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afurðaverðskrá SS fyrir sauðfé 2021
Fréttir 28. júlí 2021

Afurðaverðskrá SS fyrir sauðfé 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

SS hefur ákveðið að hækka meðalverð fyrir innlagt dilkakjöt um 6% frá fyrra ári. Samhliða eru gerðar nokkrar breytingar á verðhlutföllum. Af þessu leiðir að sumir flokkar hækka um meira en 6% en aðrir minna og í tilfelli lökustu flokkanna lækkar verð.

Fullorðið fé er hækkað um 3%. Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.

Tilgangurinn með breyttum verðhlutföllum dilkakjöts er að hvetja til framleiðslu á gæðakjöti í samræmi við óskir markaðarins.

Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar sem er hagkvæmt fyrir þá sem geta að nýta sér.

Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur og nýtur félagið sterkrar fjárhagsstöðu sinnar.

Það er nokkur óvissa á markaði innanlands og utan vegna Covid-19 en SS hefur trú á hægt verði að ná eðlilegri verðmyndun á markaði og neytendur muni áfram meta afburða gæði íslensks lambakjöts.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...