Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afurðaverðskrá SS fyrir sauðfé 2021
Fréttir 28. júlí 2021

Afurðaverðskrá SS fyrir sauðfé 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

SS hefur ákveðið að hækka meðalverð fyrir innlagt dilkakjöt um 6% frá fyrra ári. Samhliða eru gerðar nokkrar breytingar á verðhlutföllum. Af þessu leiðir að sumir flokkar hækka um meira en 6% en aðrir minna og í tilfelli lökustu flokkanna lækkar verð.

Fullorðið fé er hækkað um 3%. Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.

Tilgangurinn með breyttum verðhlutföllum dilkakjöts er að hvetja til framleiðslu á gæðakjöti í samræmi við óskir markaðarins.

Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar sem er hagkvæmt fyrir þá sem geta að nýta sér.

Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur og nýtur félagið sterkrar fjárhagsstöðu sinnar.

Það er nokkur óvissa á markaði innanlands og utan vegna Covid-19 en SS hefur trú á hægt verði að ná eðlilegri verðmyndun á markaði og neytendur muni áfram meta afburða gæði íslensks lambakjöts.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...