Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Loftmynd af Árbakka, tekin snemma vors 2022.
Loftmynd af Árbakka, tekin snemma vors 2022.
Bóndinn 8. febrúar 2023

Árbakki

Á Árbakka búa hjónin Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason ásamt syni sínum, tengdadóttur og dætrum þeirra í góðu yfirlæti og reka m.a. útflutningsfyrirtækið Hestvit, sem hefur flutt út hesta í yfir þrjátíu ár.

Býli: Árbakki.

Staðsett í sveit: Í gömlu Landsveit, nú Rangárþingi ytra.

Ábúendur: Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason ásamt syni sínum, Gústafi Ásgeiri Hinrikssyni og sambýliskonu, Jóhönnu Margréti Snorradóttur og tveimur dætrum þeirra, Huldu Sif, þriggja ára og Ásu Malen, eins árs. Hér höfum við búið síðan 1. júní 2005, bráðum 18 ár.

Fjölskyldan á Árbakka haustið 2021, þarna vantar tvö yngstu barnabörnin sem fæddust árið 2022.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við búum í sitthvoru húsinu, við tvö hjónin og barnafjölskyldan í öðru. Svo eru hundurinn Líra og kötturinn Nebbi líka til heimilis á Árbakka.

Stærð jarðar? Jörðin er um 300 hektarar, þar af um 45 hektarar ræktað land. Mest graslendi, eitthvað votlendi, grasgefið og gott beitiland fyrir hross.

Gerð bús? Hér eru eingöngu hross, hryssur og folöld, tryppi í uppeldi og svo hross í hesthúsi í þjálfun fyrir sýningar og keppni sem og í söluferli. Að auki rekum við hrossaútflutningsfyrirtækið Hestvit ehf. sem hefur flutt út hross síðan 1989 og verið stórt á þeim markaði. Það hefur flutt yfir 12.500 hross úr landi á þessum tíma.

Hinrik sýnir gæðingshryssuna Telmu frá Árbakka á Landsmóti 2022. Mynd / Jón Björnsson

Fjöldi búfjár og tegundir? Á Árbakka eru ca 150 hross samanlagt, í hesthúsi og utandyra.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er gefið í hesthúsinu kl. 7.30. Svo hefst vinnan í hesthúsinu, það þarf helst að hreyfa öll hross á hverjum virkum degi, sem tekur drjúgan tíma.

Að auki þarf að gefa útigangi og dytta að því sem mögulega bilar. Við kennum mikið, svo það kemur hingað fólk með hestana sína í reiðkennslu auk þess sem við förum erlendis að kenna, öll fjögur.

Flestar vikur ársins er hrossaútflutningur, þá fer Hulda til Reykjavíkur og gerir þau hross klár. Svo koma erlendir og íslenskir hestakaupmenn að skoða hross hingað. Hestamannamótin taka einnig góðan tíma, bæði æfingar og keppnin sjálf.
Svo það er sjaldan tími til að láta sér leiðast. Og svo auðvitað ræktunarstúss, koma hryssum undir stóðhesta, taka á móti hryssum sem koma hingað undir okkar hesta, klippa hófa, gefa ormalyf og allt sem hrossahaldi fylgir.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er gaman þegar folöldin fæðast á vorin og líka þegar verið er að keppa á hestum og uppskeran er góð. Leiðinlegast er þegar hross veikjast, slasast eða deyja, hryssur missa fyl og svo framvegis.

Jóhanna Margrét og Bárður frá Melabergi, Íslandsmeistarar í fjórgangi 2021 og 2022 og sigruðu einnig fjórganginn á Landsmóti 2022.
Mynd / Jón Björnsson

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum ekki fyrir okkur miklar breytingar í rekstrinum sjálfum en planið er að yngra fólkið taki smám saman meira yfir.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Held að stutta svarið sé ostur og Pepsi Max.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ætli það sé ekki nautasteik með tilheyrandi, helst lund úr góðri kjötbúð, annaðhvort héðan af Hellu eða úr bænum. Eða beint frá býli.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við byggðum reiðhöll hér á Árbakka og tókum í notkun 2015. Það var alger bylting í vinnuaðstöðu og í dag nauðsynlegt til að vera samkeppnishæfur í þjálfun og keppni hrossa. Ætli það verði ekki að teljast mjög eftirminnilegt.

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...

Skáney
Bóndinn 3. október 2023

Skáney

Á Skáney hefur sama ættin búið frá 1909. Lengst af var blandaður hefðbundinn bús...

Syðstu-Fossar
Bóndinn 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unn...