Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016
Fréttir 28. febrúar 2017

SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um mánaðarmótin greiðir SS bændum sem lögðu inn hjá félaginu á síðasta ári 2,5% viðbótarinnlegg á afurðaverð síðast liðins árs.

Steinþór Skúlason, forstjóri, Sláturfélags Suðurlands, segir það stefnu SS að greiða bændum hluta af hagnaði félagsins, þegar reksturinn gengur vel, í formi viðbótargreiðslu á afurðaverð síðasta árs.

„Um er að ræða 2,5% á allt afurðainnlegg síðasta árs og er heildarupphæðin rúmar 48 milljónir. Afkoma SS á síðasta ári var sú besta í 110 ára sögu félagsins. Stefna okkar sem samvinnufélags er að greiða bændum hluta hagnaðar sé hann til staðar og miðað er við að 30% af hagnaði fari til eigenda og viðskiptamanna. Fyrst greiðum við vexti á A deild og arð á B deild og það sem er eftir upp í 30% greiðum við til bænda sem viðbótarafurðarverð liðins árs.“

Að sögn Steinþórs eiga bændur að mestu það sem hann kallar A deild og bændur og aðrir fjárfestar B deild.

„Við höfum áður greitt til bænda viðbótarafurðarverð þegar afkoman hefur verið góð og munum halda því áfram í framtíðinni þegar afkoman gefur færi á. Á Norðurlöndunum er þekkt að stór afurðafyrirtæki greið bændum með svipuðum hætti þegar reksturinn gengur vel.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...