Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Núverandi afurðastöð SS, árið 1946 þegar hún var tekin í notkun.
Núverandi afurðastöð SS, árið 1946 þegar hún var tekin í notkun.
Mynd / SS
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtækisins á lóð sinni á Fossnesi á Selfossi.

„SS hefur af skynsemi keypt stórar lóðir við stöðina á Fossnesi og sameinað þær allar í eina iðnaðarlóð sem er 9,8 ha að stærð. Til umráða er því mjög stór lóð sem hefur allt það sem ný starfsstöð þarf á að halda,“ segir í Fréttabréfi SS.

Fallið hefur verið frá því að endurbyggja stórgripasláturhús við núverandi húsakost þar sem það var talið óhagkvæmt. „Fjármunum félagsins er betur varið í byggingu nýrrar stöðvar frá grunni sem gefur mikla hagræðingarmöguleika með sameiginlegum deildum fyrir innmat og gorklefa. Fullri nýtingu á öllum afurðum sem má hirða,“ segir jafnframt í fréttabréfinu.

Í nýrri stöð er meðal annars reiknað með sameiginlegri búvöruverslun og slátraraverslun þar sem bændur og neytendur geti keypt kjöt sem er almennt ekki til sölu í verslunum. „Svo sem læri og hryggi af bestu dilkaskrokkunum. [...] En þess verður að gæta að sem minnst skörun verði við sölu á kjöti sem bændur selja úr heimtöku.“

Ítarleg þarfagreining og hönnun fer nú fram á verkinu en fram kemur í fréttabréfinu að um fimm til sex ár munu líða þar til uppbyggingunni lýkur. Deildarfundir SS fara fram þessa dagana en aðalfundur samvinnufélagsins fer fram þann 15. mars nk.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...