Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Afurðaverð SS
Fréttir 5. september 2016

Afurðaverð SS

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðalverð dilkakjöts samkvæmt verðskrá SS lækkar um 5% frá haustinu 2015 og meðalverð kjöts af fullorðnu lækkar um 25%.

Í meðfylgjandi verðskrá kemur fram verð á innlögðu kindakjöti hjá Sláturfélaginu í haust. Í tilkynningu frá SS er beðist afsökunar á því hversu seint verðskráin er birt. Aðstæður eru erfiðar og mikill tími hefur farið í að meta framhaldið og hvernig félagið eigi að bregðast við aðstæðum.

Meðalverð dilkakjöts skv. verðskrá lækkar um 5% frá haustinu 2015 og meðalverð kjöts af fullorðnu lækkar um 25%.

Nánari upplýsingar um haustslátrun sauðfjár og önnur afurðamálefni verður að finna í fréttabréfi SS sem verður birt á vef félagsins og mun berast bændum seinni hluta næstu viku. SS mun eins og áður greiða samkeppnishæft verð og endurskoða verðskrá sína ef tilefni gefst til.

Þjónustuslátranir verða miðvikudaginn 30. nóvember og miðvikudaginn 5. apríl 2017. Þessa sláturdaga verður greitt 90% af lægsta verði sláturtíðar 2016.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...