Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár
Mynd / MHH
Fréttir 4. ágúst

Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Haustslátrun sauðfjár hefst hjá Slát­urfélagi Suðurlands á Sel­fossi föstu­daginn 4. september en reiknað er með að slátra um 106.000 fjár í ár.
 
„Við ætluðum að vera til 4. nóvember en vegna kórónu­veirunnar þá fáum við ekki atvinnuslátrara frá Nýja-Sjálandi og höfum því ákveðið að framlengja slátrunina strax um tvo daga, eða til 6. nóvember,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.
 
120 starfsmenn ráðnir
 
Benedikt segir að Íslendingar sæki lítið sem ekkert um störf í slátur­tíðinni og því verður erlent starfsfólk frá Póllandi ráðið í meira mæli en áður, en alls verða ráðnir um 120 starfsmenn í sláturtíðina.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslu­stjóri hjá SS. 
„Við reiknum með að það gangi að ráða Pólverjana með því að skima á landamærum og svo aftur 4–5 dögum eftir komu til landsins því það er mikilvægt að ekki berist smit inn í sláturhús því það getur haft alvarlegar afleiðingar ef slátrun stoppar. Við þurfum einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hefta líkur á smiti með því að setja upp bráðabirgðaaðstöðu til að stækka matsal svo meira bil sé á milli fólks í matsalnum og einnig mun aðgangur annarra en starfsmanna vera bannaður til að minnka líkur á smiti á meðan sláturtíð stendur,“ bætir Benedikt við. 
Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi
Fréttir 19. september

Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi

Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra...

Haldið í nostalgíu útileguferða
Fréttir 19. september

Haldið í nostalgíu útileguferða

Það hefur verið ævintýralegur vöxtur á framleiðslu íslenska sporthýsisins Mink ...

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...