Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár
Mynd / MHH
Fréttir 4. ágúst 2020

Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Haustslátrun sauðfjár hefst hjá Slát­urfélagi Suðurlands á Sel­fossi föstu­daginn 4. september en reiknað er með að slátra um 106.000 fjár í ár.
 
„Við ætluðum að vera til 4. nóvember en vegna kórónu­veirunnar þá fáum við ekki atvinnuslátrara frá Nýja-Sjálandi og höfum því ákveðið að framlengja slátrunina strax um tvo daga, eða til 6. nóvember,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.
 
120 starfsmenn ráðnir
 
Benedikt segir að Íslendingar sæki lítið sem ekkert um störf í slátur­tíðinni og því verður erlent starfsfólk frá Póllandi ráðið í meira mæli en áður, en alls verða ráðnir um 120 starfsmenn í sláturtíðina.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslu­stjóri hjá SS. 
„Við reiknum með að það gangi að ráða Pólverjana með því að skima á landamærum og svo aftur 4–5 dögum eftir komu til landsins því það er mikilvægt að ekki berist smit inn í sláturhús því það getur haft alvarlegar afleiðingar ef slátrun stoppar. Við þurfum einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hefta líkur á smiti með því að setja upp bráðabirgðaaðstöðu til að stækka matsal svo meira bil sé á milli fólks í matsalnum og einnig mun aðgangur annarra en starfsmanna vera bannaður til að minnka líkur á smiti á meðan sláturtíð stendur,“ bætir Benedikt við. 
Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...