Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár
Mynd / MHH
Fréttir 4. ágúst 2020

Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Haustslátrun sauðfjár hefst hjá Slát­urfélagi Suðurlands á Sel­fossi föstu­daginn 4. september en reiknað er með að slátra um 106.000 fjár í ár.
 
„Við ætluðum að vera til 4. nóvember en vegna kórónu­veirunnar þá fáum við ekki atvinnuslátrara frá Nýja-Sjálandi og höfum því ákveðið að framlengja slátrunina strax um tvo daga, eða til 6. nóvember,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.
 
120 starfsmenn ráðnir
 
Benedikt segir að Íslendingar sæki lítið sem ekkert um störf í slátur­tíðinni og því verður erlent starfsfólk frá Póllandi ráðið í meira mæli en áður, en alls verða ráðnir um 120 starfsmenn í sláturtíðina.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslu­stjóri hjá SS. 
„Við reiknum með að það gangi að ráða Pólverjana með því að skima á landamærum og svo aftur 4–5 dögum eftir komu til landsins því það er mikilvægt að ekki berist smit inn í sláturhús því það getur haft alvarlegar afleiðingar ef slátrun stoppar. Við þurfum einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hefta líkur á smiti með því að setja upp bráðabirgðaaðstöðu til að stækka matsal svo meira bil sé á milli fólks í matsalnum og einnig mun aðgangur annarra en starfsmanna vera bannaður til að minnka líkur á smiti á meðan sláturtíð stendur,“ bætir Benedikt við. 
Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...