Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár
Mynd / MHH
Fréttir 4. ágúst 2020

Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Haustslátrun sauðfjár hefst hjá Slát­urfélagi Suðurlands á Sel­fossi föstu­daginn 4. september en reiknað er með að slátra um 106.000 fjár í ár.
 
„Við ætluðum að vera til 4. nóvember en vegna kórónu­veirunnar þá fáum við ekki atvinnuslátrara frá Nýja-Sjálandi og höfum því ákveðið að framlengja slátrunina strax um tvo daga, eða til 6. nóvember,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.
 
120 starfsmenn ráðnir
 
Benedikt segir að Íslendingar sæki lítið sem ekkert um störf í slátur­tíðinni og því verður erlent starfsfólk frá Póllandi ráðið í meira mæli en áður, en alls verða ráðnir um 120 starfsmenn í sláturtíðina.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslu­stjóri hjá SS. 
„Við reiknum með að það gangi að ráða Pólverjana með því að skima á landamærum og svo aftur 4–5 dögum eftir komu til landsins því það er mikilvægt að ekki berist smit inn í sláturhús því það getur haft alvarlegar afleiðingar ef slátrun stoppar. Við þurfum einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hefta líkur á smiti með því að setja upp bráðabirgðaaðstöðu til að stækka matsal svo meira bil sé á milli fólks í matsalnum og einnig mun aðgangur annarra en starfsmanna vera bannaður til að minnka líkur á smiti á meðan sláturtíð stendur,“ bætir Benedikt við. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...