Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afurðaverð hækkar um 5%
Fréttir 12. janúar 2023

Afurðaverð hækkar um 5%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur ákveðið að greiða fimm prósenta afurðaverðshækkun ofan á allt afurðainnlegg síðasta árs.

Þar með er ljóst að SS greiðir hæsta afurðaverð til sauðfjárbænda, þegar tekið er mið af þessum hækkunum, bæði fyrir dilka og fullorðið. Reiknað afurðaverð SS fyrir dilkakjöt er þannig komið í 790 krónur á kílóið og fyrir fullorðið er það 182 krónur á kílóið, miðað við gefnar forsendur í útreikningum Bændasamtaka Íslands.

Greiðslan berst 20. janúar

Greiðslan vegna hækkunarinnar mun berast þann 20. janúar 2023, en í tilkynningu segir að þessi viðbótargreiðsla sé hrein viðbót við heildarafurðaverð ársins 2022, þar með taldri þeirri viðbót sem kynnt var í ágúst þegar 30 króna eingreiðslu var bætt við hvert kíló innleggs vegna erfiðari rekstraraðstæðna bænda.

Í tilkynningunni kemur fram að í heild greiði SS um 212 milljónir króna ofan á allt afurðainnlegg ársins 2022 til bænda. Stefna félagsins sé að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f