Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afurðaverð hækkar um 5%
Fréttir 12. janúar 2023

Afurðaverð hækkar um 5%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur ákveðið að greiða fimm prósenta afurðaverðshækkun ofan á allt afurðainnlegg síðasta árs.

Þar með er ljóst að SS greiðir hæsta afurðaverð til sauðfjárbænda, þegar tekið er mið af þessum hækkunum, bæði fyrir dilka og fullorðið. Reiknað afurðaverð SS fyrir dilkakjöt er þannig komið í 790 krónur á kílóið og fyrir fullorðið er það 182 krónur á kílóið, miðað við gefnar forsendur í útreikningum Bændasamtaka Íslands.

Greiðslan berst 20. janúar

Greiðslan vegna hækkunarinnar mun berast þann 20. janúar 2023, en í tilkynningu segir að þessi viðbótargreiðsla sé hrein viðbót við heildarafurðaverð ársins 2022, þar með taldri þeirri viðbót sem kynnt var í ágúst þegar 30 króna eingreiðslu var bætt við hvert kíló innleggs vegna erfiðari rekstraraðstæðna bænda.

Í tilkynningunni kemur fram að í heild greiði SS um 212 milljónir króna ofan á allt afurðainnlegg ársins 2022 til bænda. Stefna félagsins sé að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...