„Mér finnst þessi niðurstaða, 36% frávik, vera mjög hastarleg, sérstaklega í ljósi þess að einhver eða einhverjir hafa fyrr í haust kært matið hjá SS og fengið talsvert frávik,“ segir Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti.
„Mér finnst þessi niðurstaða, 36% frávik, vera mjög hastarleg, sérstaklega í ljósi þess að einhver eða einhverjir hafa fyrr í haust kært matið hjá SS og fengið talsvert frávik,“ segir Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti.
Mynd / mhh
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungum hjá SS á Selfossi voru rangt flokkaðir. Verðmæti innleggsins reiknast um 100 þúsund krónum hærra eftir að bændur höfðu kært kjötmatið.

Mánudaginn 20. október lögðu fjárbændurnir á bænum Arnarholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð inn 194 lömb hjá SS á Selfossi til slátrunar en bændurnir hafa búið með fé í nærri 20 ár og alltaf lagt inn hjá SS á Selfossi. Stundum hafa verið lagðir inn tveir lambahópar sama haustið og fallþungi hefur verið breytilegur eins og gengur og gerist.

Ömurlegur vigtarseðill
Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti.

„Vigtarseðillinn sem við fengum núna vegna lambanna var svo ömurlegur að við ákváðum að kæra kjötmatið. Til þess þurfti að hafa samband við yfirkjötmatsmann hjá Matvælastofnun og gerðum við það með tölvupósti. Hann endurmat innleggið á föstudegi og notaðist við myndir sem til eru af hverjum skrokki. Gerðin er endurmetin en ekki fitumælingin. Eftir yfirferð sína tjáði yfirkjötmatsmaðurinn mér að hann hefði fært fimm lömb úr O-flokki í R-flokk og 66 lömb úr R-flokki í U-flokk. Það voru sem sagt rúmlega 36% skrokkanna í innlegginu sem voru ekki rétt flokkaðir í upphafi. Gerðin á innlegginu okkar hækkaði um 1,12 stig. Verðmæti innleggsins reiknast um 100 þúsund krónum hærra fyrir vikið.

Enginn frá Sláturfélagi Suðurlands hefur enn haft samband við okkur vegna þessa máls,“ segir Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti.

Hastarleg niðurstaða

Og Sigríður bætir við: „Mér finnst þessi niðurstaða, 36% frávik, vera mjög hastarleg, sérstaklega í ljósi þess að einhver eða einhverjir hafa fyrr í haust kært matið hjá SS og fengið talsvert frávik. En við því hefur greinilega ekki verið brugðist á viðeigandi hátt. Það finnst mér mjög ámælisvert og jaðra við að geta kallast brotavilji af hendi Sláturfélags Suðurlands.“

Sigríður segir að lengi hafi orðrómur gengið um að kjötmatið á Selfossi væri bændum óhagkvæmt, gerðin væri metin lægra en hjá öðrum sláturleyfishöfum. „Eftir að ég sagði frá þessu máli á Facebook-síðunni Sauðfjárbændur, komu þar einnig inn nokkrar frásagnir bænda sem hafa fengið mikið lægra mat á innlegg sitt hjá SS en fyrir sambærilegan hóp í öðrum sláturhúsum. Þannig að þetta er bæði gömul saga og ný. Það er ekki mitt hlutverk að stjórna Sláturfélagi Suðurlands og það er heldur ekki mitt hlutverk að halda uppi kröfugerð fyrir sauðfjárbændur, það er hlutverk Bændasamtaka Íslands,“ segir Sigríður.

Ekki bjartsýn á endurmat

Aðspurð hvort Sigríður sé bjartsýn á endurmat segir hún svo ekki vera. „Nei, ég er satt að segja ekki bjartsýn á að endurmat hjá nokkrum bændum í haust muni færa hlutina til betri vegar. Sláturfélag Suðurlands hefur komist upp með að iðka kjötmat eftir sínu eigin höfði, ef til vill alla tíð, og virðist nú hafa fært sig heldur upp á skaftið með þvílík tossavinnubrögð. Sem einn af eigendum Sláturfélags Suðurlands verð ég að viðurkenna að ég skammast mín fyrir óorðið sem fyrirtækið hefur á sér fyrir vikið. Það væri ólíkt skemmtilegra að geta lagt inn hjá sinni afurðastöð, viss um að fá fagmannlega afgreiðslu og að við Sunnlendingar nytum athygli fyrir eitthvað annað en vitlausa vigtarseðla og lélegt kjötmat,“ segir Sigríður fjárbóndi í Arnarholti.

MAST og kjötmatið

Þá má geta þess að forsvarsmenn SS vildu ekki tjá sig neitt um málið og vísuðu á kjötmatið hjá Matvælastofnun þar sem Ingvar Jóhannsson er yfirkjötmatsmaður. Hann hafði þetta um kjötmatið að segja almennt, ekki einstök tilfelli eða einstök sláturhús: „Kjötmatið er byggt á sjónmati þannig að ekkert er fullkomið frekar en önnur verk manna. Innlegg geta verið þannig að margir dilkar eru á mörkum milli flokka. Það hefur ekki verið mikið um frávik í kjötmati þessi tvö haust sem ég hef verið í þessu starfi. Ef upp koma frávik í einhverju sláturhúsi þá er það rætt við viðkomandi kjötmatsmenn og eftirlit aukið og gengið úr skugga um að kjötmatið sé í lagi. Ekki er alltaf hægt að skoða kjötið vegna stutts tíma, sem það hangir í kjötsal og stundum berst beiðni um yfirkjötmat of seint til að hægt sé að bregðast við,“ segir Ingvar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...