Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Um 150 starfsmenn, þar af um 110 erlendir, munu starfa við sláturtíðina í haust hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi.
Um 150 starfsmenn, þar af um 110 erlendir, munu starfa við sláturtíðina í haust hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi.
Mynd / MHH
Fréttir 12. september 2023

SS slátrar um 100 þúsund fjár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sláturtíðin hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi hófst miðvikudaginn 6. september og stendur til 31. október.

Reiknað er með að slátrað verði um 100 þúsund fjár sem er svipað og á síðasta ári. „Við reiknum með að það verði 150 manns sem koma að sláturtíðinni með fastafólkinu okkar á Selfossi en af þeim hópi eru um 110 erlendir starfsmenn, sem eru ráðnir sérstaklega í sláturtíðina,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá Sláturfélaginu.

Afurðaverð hækkar um 19%

Hann segir að afurðaverð á lambakjötinu hækki um 19% frá fyrra hausti, auk þess sem greidd verður 5% viðbót á afurðaverð. „Það er líka gaman að segja frá því í tengslum við sláturtíðina að við höfum tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir starfsfólk á Þórhildarvöllum, sem er að Fossnesi fyrir neðan sláturhúsið. Þar er pláss fyrir 33 starfsmenn en það eru 11 í hverju húsi og húsin eru 3 talsins,“ segir Benedikt.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...