Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Um 150 starfsmenn, þar af um 110 erlendir, munu starfa við sláturtíðina í haust hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi.
Um 150 starfsmenn, þar af um 110 erlendir, munu starfa við sláturtíðina í haust hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi.
Mynd / MHH
Fréttir 12. september 2023

SS slátrar um 100 þúsund fjár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sláturtíðin hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi hófst miðvikudaginn 6. september og stendur til 31. október.

Reiknað er með að slátrað verði um 100 þúsund fjár sem er svipað og á síðasta ári. „Við reiknum með að það verði 150 manns sem koma að sláturtíðinni með fastafólkinu okkar á Selfossi en af þeim hópi eru um 110 erlendir starfsmenn, sem eru ráðnir sérstaklega í sláturtíðina,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá Sláturfélaginu.

Afurðaverð hækkar um 19%

Hann segir að afurðaverð á lambakjötinu hækki um 19% frá fyrra hausti, auk þess sem greidd verður 5% viðbót á afurðaverð. „Það er líka gaman að segja frá því í tengslum við sláturtíðina að við höfum tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir starfsfólk á Þórhildarvöllum, sem er að Fossnesi fyrir neðan sláturhúsið. Þar er pláss fyrir 33 starfsmenn en það eru 11 í hverju húsi og húsin eru 3 talsins,“ segir Benedikt.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...