Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti
Mynd / MHH
Fréttir 13. september 2019

Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Sláturtíðin fer mjög vel af stað, við byrjum að slátra miðviku­daginn 4. september og verðum næstu vikurnar í þessu af fullum krafti,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.  
 
„Við erum með frábært starfsfólk, útlendinga og Íslendinga, sem gera það að verkum að við erum bjartsýn á að allt gangi mjög vel.“
 
Bjarki Freyr Sigurjónsson frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum er einn af matsmönnum SS og er hér að skoða skrokk. Bændurnir í Skarði í Landsveit fylgjast spenntir og brosandi með, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson, sem eru með á annað þúsund fjár.
 
Alls verður slátrað um 110 þúsund fjár á Selfossi. Af þeim 100 útlendingum sem munu vinna í slátur­tíðinni koma flestir frá Póllandi og Nýja-Sjálandi. Íslendingarnir eru 40. 
 
„Þetta er allt starfsfólk sem hefur verið meira og minna hjá okkur í sláturtíð síðustu ár, þaulvant og veit um  hvað verkefnin og vinnan snúast, við gætum ekki verið heppnari,“ bætir Benedikt við. Fall­þungi lambanna hefur verið góður og almennt er ánægja með þau, enda sumarið búið að vera einstaklega gott sunnanlands. Bændur fá að jafnaði 8% hærra verð fyrir kjötið en síðasta haust hjá SS.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, segir sláturtíðina hafa farið mjög vel af stað.  
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...