Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti
Mynd / MHH
Fréttir 13. september 2019

Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Sláturtíðin fer mjög vel af stað, við byrjum að slátra miðviku­daginn 4. september og verðum næstu vikurnar í þessu af fullum krafti,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.  
 
„Við erum með frábært starfsfólk, útlendinga og Íslendinga, sem gera það að verkum að við erum bjartsýn á að allt gangi mjög vel.“
 
Bjarki Freyr Sigurjónsson frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum er einn af matsmönnum SS og er hér að skoða skrokk. Bændurnir í Skarði í Landsveit fylgjast spenntir og brosandi með, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson, sem eru með á annað þúsund fjár.
 
Alls verður slátrað um 110 þúsund fjár á Selfossi. Af þeim 100 útlendingum sem munu vinna í slátur­tíðinni koma flestir frá Póllandi og Nýja-Sjálandi. Íslendingarnir eru 40. 
 
„Þetta er allt starfsfólk sem hefur verið meira og minna hjá okkur í sláturtíð síðustu ár, þaulvant og veit um  hvað verkefnin og vinnan snúast, við gætum ekki verið heppnari,“ bætir Benedikt við. Fall­þungi lambanna hefur verið góður og almennt er ánægja með þau, enda sumarið búið að vera einstaklega gott sunnanlands. Bændur fá að jafnaði 8% hærra verð fyrir kjötið en síðasta haust hjá SS.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, segir sláturtíðina hafa farið mjög vel af stað.  
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f