Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti
Mynd / MHH
Fréttir 13. september 2019

Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Sláturtíðin fer mjög vel af stað, við byrjum að slátra miðviku­daginn 4. september og verðum næstu vikurnar í þessu af fullum krafti,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.  
 
„Við erum með frábært starfsfólk, útlendinga og Íslendinga, sem gera það að verkum að við erum bjartsýn á að allt gangi mjög vel.“
 
Bjarki Freyr Sigurjónsson frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum er einn af matsmönnum SS og er hér að skoða skrokk. Bændurnir í Skarði í Landsveit fylgjast spenntir og brosandi með, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson, sem eru með á annað þúsund fjár.
 
Alls verður slátrað um 110 þúsund fjár á Selfossi. Af þeim 100 útlendingum sem munu vinna í slátur­tíðinni koma flestir frá Póllandi og Nýja-Sjálandi. Íslendingarnir eru 40. 
 
„Þetta er allt starfsfólk sem hefur verið meira og minna hjá okkur í sláturtíð síðustu ár, þaulvant og veit um  hvað verkefnin og vinnan snúast, við gætum ekki verið heppnari,“ bætir Benedikt við. Fall­þungi lambanna hefur verið góður og almennt er ánægja með þau, enda sumarið búið að vera einstaklega gott sunnanlands. Bændur fá að jafnaði 8% hærra verð fyrir kjötið en síðasta haust hjá SS.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, segir sláturtíðina hafa farið mjög vel af stað.  
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.