Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2021

SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur hætt við að lækka afurðaverð á nautgripaflokkum eins og til stóð að gera frá 18. janúar. Í tilkynningu inni á vef SS kemur fram að félagið hafi endurmetið forsendur verðbreytinganna og ákveðið að falla frá verðbreytingunni.

Landssamband kúabænda (LK) gagnrýndi harðlega fyrirhugaðar breytingar í bréfi til SS. „Með gengdarlausum lækkunum á greinina undanfarin ár og núna boðuðum aðgerðum til að hvetja sérstaklega til samdráttar í framleiðslu óháð öllu er farið í þveröfuga átt. Skilaboðin eru einfaldlega þau að gæðin og sérstaðan skipta ekki máli, einungis að geta keppt við verð. Nú þegar greinin fer í gegnum gríðarlega erfiðan tíma sökum Covid-19 gerir LK þá kröfu að afurðafyrirtæki í eigu íslenskra bænda– og markaðssetur sig sérstaklega sem slíkt – standi með bændum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður LK í bréfinu.

Gildandi verðskrá sláturleyfishafa má nálgast á vef SS.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...