Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
SS staðgreiðir fyrir sláturfé í haust
Mynd / smh
Fréttir 25. ágúst 2017

SS staðgreiðir fyrir sláturfé í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sláturfélag Suðurlands hefur kynnt verðskrá sína fyrir sauðfjárafurðir á þessu hausti. Samkvæmt því greiðir SS bændum talsvert hærra verð fyrir afurðirnar en aðrir sláturleyfishafar sem kynnt hafa sínar verðskrár. 

Haustið 2016 greiddi SS að meðaltali 5-7% hærra afurðaverð en aðrar afurðastöðvar að sögn Steinþórs Skúlasonar forstjóra SS. Þó SS  lækki nú greiðslur fyrir lömb að meðaltali úr 581,70 krónum í 415,28 kr/kg, eða um 28,6% miðað við verðið í fyrra, þá þýði það samt að félagið sé að greiða að jafnaði um 17-18% hærra verð á þessu hausti en aðrir sláturleyfishafar ef allt sé reiknað með.

Norðlenska kynnti í vikunni um 35% lækkun grunnverðs á flokki R2, eða í 352,39 kr/kg og frestun á greiðslum um mánuð. KS/SKVH hefur einnig kynnt svipaðar ráðstafanir og greiðir 348 kr/kg.

Steinþór bendir á að SS greiði auk þess hærri yfirborganir vegna slátrunar í september en hin félögin og bjóði staðgreiðslu fyrir slátrun sem bændur meti mikils.  Þegar þetta sé allt reiknað inn í dæmið sé SS að greiða 17-18% hærra verð en aðrir sláturleyfishafar.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...