Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
SS staðgreiðir fyrir sláturfé í haust
Mynd / smh
Fréttir 25. ágúst 2017

SS staðgreiðir fyrir sláturfé í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sláturfélag Suðurlands hefur kynnt verðskrá sína fyrir sauðfjárafurðir á þessu hausti. Samkvæmt því greiðir SS bændum talsvert hærra verð fyrir afurðirnar en aðrir sláturleyfishafar sem kynnt hafa sínar verðskrár. 

Haustið 2016 greiddi SS að meðaltali 5-7% hærra afurðaverð en aðrar afurðastöðvar að sögn Steinþórs Skúlasonar forstjóra SS. Þó SS  lækki nú greiðslur fyrir lömb að meðaltali úr 581,70 krónum í 415,28 kr/kg, eða um 28,6% miðað við verðið í fyrra, þá þýði það samt að félagið sé að greiða að jafnaði um 17-18% hærra verð á þessu hausti en aðrir sláturleyfishafar ef allt sé reiknað með.

Norðlenska kynnti í vikunni um 35% lækkun grunnverðs á flokki R2, eða í 352,39 kr/kg og frestun á greiðslum um mánuð. KS/SKVH hefur einnig kynnt svipaðar ráðstafanir og greiðir 348 kr/kg.

Steinþór bendir á að SS greiði auk þess hærri yfirborganir vegna slátrunar í september en hin félögin og bjóði staðgreiðslu fyrir slátrun sem bændur meti mikils.  Þegar þetta sé allt reiknað inn í dæmið sé SS að greiða 17-18% hærra verð en aðrir sláturleyfishafar.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...