Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
SS staðgreiðir fyrir sláturfé í haust
Mynd / smh
Fréttir 25. ágúst 2017

SS staðgreiðir fyrir sláturfé í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sláturfélag Suðurlands hefur kynnt verðskrá sína fyrir sauðfjárafurðir á þessu hausti. Samkvæmt því greiðir SS bændum talsvert hærra verð fyrir afurðirnar en aðrir sláturleyfishafar sem kynnt hafa sínar verðskrár. 

Haustið 2016 greiddi SS að meðaltali 5-7% hærra afurðaverð en aðrar afurðastöðvar að sögn Steinþórs Skúlasonar forstjóra SS. Þó SS  lækki nú greiðslur fyrir lömb að meðaltali úr 581,70 krónum í 415,28 kr/kg, eða um 28,6% miðað við verðið í fyrra, þá þýði það samt að félagið sé að greiða að jafnaði um 17-18% hærra verð á þessu hausti en aðrir sláturleyfishafar ef allt sé reiknað með.

Norðlenska kynnti í vikunni um 35% lækkun grunnverðs á flokki R2, eða í 352,39 kr/kg og frestun á greiðslum um mánuð. KS/SKVH hefur einnig kynnt svipaðar ráðstafanir og greiðir 348 kr/kg.

Steinþór bendir á að SS greiði auk þess hærri yfirborganir vegna slátrunar í september en hin félögin og bjóði staðgreiðslu fyrir slátrun sem bændur meti mikils.  Þegar þetta sé allt reiknað inn í dæmið sé SS að greiða 17-18% hærra verð en aðrir sláturleyfishafar.

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...