Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tæplega tuttugu þúsund færri dilkum slátrað
Fréttir 17. nóvember 2022

Tæplega tuttugu þúsund færri dilkum slátrað

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Tæplega 20 þúsund færri dilkum var slátrað í síðustu sláturtíð, miðað við árið á undan. Alls gera það um 710 færri tonn inn á markaðinn. Áfram dregur því úr framleiðslu kindakjöts jafnt og þétt, sem hefur nú verið samfelld frá 2017.

Samkvæmt tölum frá Mat­vælastofnun komu 445.511 dilkar til slátrunar á síðasta hausti. Til samanburðar var dilkafjöldinn á síðasta ári 465.324, en 560.465 árið 2017.

Slátrun á fullorðnum ám núna í haust var hins vegar mjög sambærileg við síðasta ár.

Meðalvigtin var í meðallagi

Meðalvigt sláturlamba úr síðustu sláturtíð var nálægt meðalvigt síðustu tíu ára, eða 16,60 kíló, sem er talsvert minna en á metárinu í fyrra þegar meðalvigtin var 17,40 kíló.

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að það sé ekkert sem komi á óvart við þessa fækkun, hún hafi verið viðbúin lengi. Fé hafi fækkað stöðugt síðustu fimm árin eða svo.

Annað eins næsta haust

„Miðað við slátrun á fullorðnu í liðinni sláturtíð þá er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir annarri eins fækkun sláturgripa haustið 2023.

Það er alveg ljóst að það þarf að fara að bregðast við þessari stöðugu fækkun fjár svo það endi ekki með því að það verði ekki nægilegt framboð af lambakjöti fyrir íslenskan markað. Markaðssetning á vörunni þarf líka að vera í forgrunni hjá öllum aðilum virðiskeðjunnar. Það er nefnilega alveg ljóst að ef ekki tekst að leiðrétta verð til bænda enn frekar en orðið er, þá verður fækkunin áfram mikil. Eina leiðin til að stöðva þessa þróun, sem er búin að vera viðvarandi síðustu ár, er að tryggja bændum afkomu.

Við verðum að vona að það takist að lyfta verði á þann stað að hægt verði að greiða bændum raunverð fyrir framleiðsluna,“ segir Trausti.

Annað eins næsta haust

„Miðað við slátrun á fullorðnu í liðinni sláturtíð þá er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir annarri eins fækkun sláturgripa haustið 2023.

Það er alveg ljóst að það þarf að fara að bregðast við þessari stöðugu fækkun fjár svo það endi ekki með því að það verði ekki nægilegt framboð af lambakjöti fyrir íslenskan markað. Markaðssetning á vörunni þarf líka að vera í forgrunni hjá öllum aðilum virðiskeðjunnar. Það er nefnilega alveg ljóst að ef ekki tekst að leiðrétta verð til bænda enn frekar en orðið er, þá verður fækkunin áfram mikil. Eina leiðin til að stöðva þessa þróun, sem er búin að vera viðvarandi síðustu ár, er að tryggja bændum afkomu.

Við verðum að vona að það takist að lyfta verði á þann stað að hægt verði að greiða bændum raunverð fyrir framleiðsluna,“ segir Trausti.

Skylt efni: sauðfjárslátrun

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...