Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör
Mynd / Bbl
Fréttir 10. ágúst 2020

Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör

Höfundur: smh

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), skrifaði fyrir helgi grein sem birtist á vef samtakanna þar sem settar eru fram kröfur um að afurðaverð til bænda fyrir dilkakjöt verði hækkað um 132 krónur á kílóið frá reiknuðu meðalverði á síðasta ári. Í greininni kemur fram að frá árinu 2016 hefur almennt verðlag á Íslandi hækkað um 12,7 prósent en smásöluverð á lambakjöti um 2,7 prósent.

Miðað kröfur LS myndi afurðaverð fyrir dilkakjöt verða 600 krónur að meðaltali á kílóið, þegar teknar eru inn allar þær viðbótargreiðslur sem skiluðu sér síðar úr sláturtíðinni á síðasta ári.  Þessar kröfur eru samhljóða því viðmiðunarverði sem LS gaf út um miðjan júlí.

Lægst greitt fyrir afurðir íslenskra sauðfjárbænda

Í grein Unnsteins er afurðaverð fyrir íslenskar sauðfjárafurðir borið saman við þau kjör sem öðrum evrópskum sauðfjárbændum stendur til boða. Í þeim samanburði kemur í ljós að í krónum talið fá íslenskir sauðfjárbændur lægst greitt, 468 krónur á kílóið, en rúmenskir sauðfjárbændur fá næst lægst greitt, eða 479 krónur á kílóið. Samkvæmt upplýsingum LS, sem fengnar eru úr gögnum Evrópusambandsins, er hæst greitt fyrir afurðir franskra sauðfjárbænda, eða 1.035 krónur á kílóið.

Í greininni kemur fram að íslenskir sauðfjárbændur vilji sanngjörn viðskipti. Þar kemur fram að hlutur bænda af smásöluverði á Íslandi er mun lægri í samanburði við það sem bændur í nágrannalöndunum bera úr býtum. Samkvæmt útreikningum LS, sem byggir á verðlíkani sem samtökin hafa þróað, fá íslenskir sauðfjárbændur 37 prósent af smásöluverðinu en í nágrannalöndunum er hlutfallið á bilinu 45-50 prósent. Ef hlutur íslenskra sauðfjárbænda af smásöluverðinu væri 47 prósent, myndi afurðaverð til bænda vera 607 krónur á kílóið – ef miðað er við að smásöluverð á heilum skrokki sé 1.264 krónur á kílóið.

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...