Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör
Mynd / Bbl
Fréttir 10. ágúst 2020

Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör

Höfundur: smh

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), skrifaði fyrir helgi grein sem birtist á vef samtakanna þar sem settar eru fram kröfur um að afurðaverð til bænda fyrir dilkakjöt verði hækkað um 132 krónur á kílóið frá reiknuðu meðalverði á síðasta ári. Í greininni kemur fram að frá árinu 2016 hefur almennt verðlag á Íslandi hækkað um 12,7 prósent en smásöluverð á lambakjöti um 2,7 prósent.

Miðað kröfur LS myndi afurðaverð fyrir dilkakjöt verða 600 krónur að meðaltali á kílóið, þegar teknar eru inn allar þær viðbótargreiðslur sem skiluðu sér síðar úr sláturtíðinni á síðasta ári.  Þessar kröfur eru samhljóða því viðmiðunarverði sem LS gaf út um miðjan júlí.

Lægst greitt fyrir afurðir íslenskra sauðfjárbænda

Í grein Unnsteins er afurðaverð fyrir íslenskar sauðfjárafurðir borið saman við þau kjör sem öðrum evrópskum sauðfjárbændum stendur til boða. Í þeim samanburði kemur í ljós að í krónum talið fá íslenskir sauðfjárbændur lægst greitt, 468 krónur á kílóið, en rúmenskir sauðfjárbændur fá næst lægst greitt, eða 479 krónur á kílóið. Samkvæmt upplýsingum LS, sem fengnar eru úr gögnum Evrópusambandsins, er hæst greitt fyrir afurðir franskra sauðfjárbænda, eða 1.035 krónur á kílóið.

Í greininni kemur fram að íslenskir sauðfjárbændur vilji sanngjörn viðskipti. Þar kemur fram að hlutur bænda af smásöluverði á Íslandi er mun lægri í samanburði við það sem bændur í nágrannalöndunum bera úr býtum. Samkvæmt útreikningum LS, sem byggir á verðlíkani sem samtökin hafa þróað, fá íslenskir sauðfjárbændur 37 prósent af smásöluverðinu en í nágrannalöndunum er hlutfallið á bilinu 45-50 prósent. Ef hlutur íslenskra sauðfjárbænda af smásöluverðinu væri 47 prósent, myndi afurðaverð til bænda vera 607 krónur á kílóið – ef miðað er við að smásöluverð á heilum skrokki sé 1.264 krónur á kílóið.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...