Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda enn langt frá viðmiðunarverði LS
Mynd / Bbl
Fréttir 16. ágúst 2021

Hækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda enn langt frá viðmiðunarverði LS

Höfundur: smh

Nú hafa allir sláturleyfishafar nema Fjallalamb birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárafurðir haustið 2021. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósent á reiknað afurðaverð frá síðustu sláturtíð og er komið í 529 krónur á hvert kíló.

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH gáfu út sína sameiginlegu verðskrá á dögunum. Samkvæmt gögnum frá Unnsteini Snorra Snorrasyni, ábyrgðamanni sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, er hækkunin þar mest á reiknað afurðaverð frá síðustu verðskrá, eða 6,3 prósent fyrir hvert kíló dilka. 

Áður hafði Sláturfélag Vopn­firðinga (SV) gefið út verðskrá, þar sem hækkunin var 5,9 prósent. Í sameiginlegri verðskrá frá Norðlenska og SAH afurðum er hækkunin 5,7 prósent að meðaltali fyrir dilka miðað við reiknað afurðaverð Norðlenska í síðustu sláturtíð, en 5,3 prósent miðað við SAH afurðir. Sláturfélag Suðurlands var fyrst til að birta afurðaverð og þar er hækkunin á reiknuðu afurðaverði 3,6 prósent.

Nær launalausir sauðfjárbændur enn eitt árið

Unnsteinn skrifaði í síðasta Bændablað um stöðu og horfur fyrir afurðaverð til sauðfjárbænda árið 2021. Þar segir hann ljóst að sú leiðrétting sem sauðfjárbændur hafi kallað eftir muni ekki nást fram. „Sauðfjárbændur munu að óbreyttu standa eftir nær launalausir enn eitt árið. Landssamtök sauðfjárbænda settu fram viðmiðunarverð til tveggja ára síðastliðið haust.  Þar var gert ráð fyrir því að afurðaverð haustið 2020 yrði 600 kr/kg og haustið 2021 færi verðið upp í 700 kr/kg. Þetta verð var sett fram sem hófleg krafa og horft til þess að nú í haust væri búið að vinna að fullu til baka 40% verðfall sem varð 2016-2017,“ skrifar hann.

Hann bendir á nauðsyn þess að vinnu verði haldið áfram í samstarfi stjórnvalda við sláturleyfishafa við mótun tillagna að aðgerðum sem geta skapað forsendur fyrir aukinni hagræðingu við slátrun og vinnslu. Mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem fyrst, því samanburður við sláturkostnað erlendis sýni að með aukinni hagræðingu megi ná fram verulegum ávinningi.

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...