Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda enn langt frá viðmiðunarverði LS
Mynd / Bbl
Fréttir 16. ágúst 2021

Hækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda enn langt frá viðmiðunarverði LS

Höfundur: smh

Nú hafa allir sláturleyfishafar nema Fjallalamb birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárafurðir haustið 2021. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósent á reiknað afurðaverð frá síðustu sláturtíð og er komið í 529 krónur á hvert kíló.

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH gáfu út sína sameiginlegu verðskrá á dögunum. Samkvæmt gögnum frá Unnsteini Snorra Snorrasyni, ábyrgðarmanni sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, er hækkunin þar mest á reiknað afurðaverð frá síðustu verðskrá, eða 6,3 prósent fyrir hvert kíló dilka. 

Áður hafði Sláturfélag Vopn­firðinga (SV) gefið út verðskrá, þar sem hækkunin var 5,9 prósent. Í sameiginlegri verðskrá frá Norðlenska og SAH afurðum er hækkunin 5,7 prósent að meðaltali fyrir dilka miðað við reiknað afurðaverð Norðlenska í síðustu sláturtíð, en 5,3 prósent miðað við SAH afurðir. Sláturfélag Suðurlands var fyrst til að birta afurðaverð og þar er hækkunin á reiknuðu afurðaverði 3,6 prósent.

Nær launalausir sauðfjárbændur enn eitt árið

Unnsteinn skrifaði í síðasta Bændablað um stöðu og horfur fyrir afurðaverð til sauðfjárbænda árið 2021. Þar segir hann ljóst að sú leiðrétting sem sauðfjárbændur hafi kallað eftir muni ekki nást fram. „Sauðfjárbændur munu að óbreyttu standa eftir nær launalausir enn eitt árið. Landssamtök sauðfjárbænda settu fram viðmiðunarverð til tveggja ára síðastliðið haust.  Þar var gert ráð fyrir því að afurðaverð haustið 2020 yrði 600 kr/kg og haustið 2021 færi verðið upp í 700 kr/kg. Þetta verð var sett fram sem hófleg krafa og horft til þess að nú í haust væri búið að vinna að fullu til baka 40% verðfall sem varð 2016-2017,“ skrifar hann.

Hann bendir á nauðsyn þess að vinnu verði haldið áfram í samstarfi stjórnvalda við sláturleyfishafa við mótun tillagna að aðgerðum sem geta skapað forsendur fyrir aukinni hagræðingu við slátrun og vinnslu. Mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem fyrst, því samanburður við sláturkostnað erlendis sýni að með aukinni hagræðingu megi ná fram verulegum ávinningi.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...