Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum
Fréttir 20. ágúst 2015

Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ágúst Andrésson forstöðumaður kjöt­afurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga segir staðreyndir máls­ins séu þær að nánast allir markaðir fyrir sauðfjárafurðir hafi gefið eftir hvað verð varðar.
 
„Verð á lambakjöti hefur lækkað innanlands á tveimur síðustu árum og allir útflutningsmarkaðirnir líka nema Spánn. Lækkunin er víða 20 til 30% og það sem meira er að hliðar­afurðir, eins og bein, hausar, garnir og gærur, hafa einnig lækkað en þær hafa umfram annað staðið undir þeim hækkunum sem hafa verið til bænda undanfarin ár. Verð á sumum af þessum hliðarafurðum hefur reyndar lækkað svo mikið að það borgar sig ekki lengur að vinna þær og í staðinn leggst á þær kostnaður vegna förgunar. 
 
Þrátt fyrir þetta hafa kjöt­af­urða­stöð KS og sláturhúsið á Hvamms­tanga gefið út óbreytta verðskrá frá síðasta hausti. Við óttuðumst að sláturleyfihafar mundu lækka verð til bænda vegna lækkunar á mörkuðum sem yrði erfitt fyrir sauðfjárbændur. Svo verðum við að sjá til, eins og undanfarin ár, hvort það verði einhver afgangur sem hægt er að skila til bænda. 
 
Rekstur afurðastöðvanna í landinu var mjög erfiður á þessu ári og því síð­asta og verður það hugsanlega líka á því næsta enda er rekstrarstaða margra þeirra virkilega erfið. 
 
Bændur verða því líka að velta fyrir sér hvað er hægt að gera í rekstri af­urðastöðvanna til að ná fram aukinni hagræðingu til að hægt sé að greiða hærra verð fyrir afurðirnar,“ segir Ágúst
Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...