Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum
Fréttir 20. ágúst 2015

Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ágúst Andrésson forstöðumaður kjöt­afurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga segir staðreyndir máls­ins séu þær að nánast allir markaðir fyrir sauðfjárafurðir hafi gefið eftir hvað verð varðar.
 
„Verð á lambakjöti hefur lækkað innanlands á tveimur síðustu árum og allir útflutningsmarkaðirnir líka nema Spánn. Lækkunin er víða 20 til 30% og það sem meira er að hliðar­afurðir, eins og bein, hausar, garnir og gærur, hafa einnig lækkað en þær hafa umfram annað staðið undir þeim hækkunum sem hafa verið til bænda undanfarin ár. Verð á sumum af þessum hliðarafurðum hefur reyndar lækkað svo mikið að það borgar sig ekki lengur að vinna þær og í staðinn leggst á þær kostnaður vegna förgunar. 
 
Þrátt fyrir þetta hafa kjöt­af­urða­stöð KS og sláturhúsið á Hvamms­tanga gefið út óbreytta verðskrá frá síðasta hausti. Við óttuðumst að sláturleyfihafar mundu lækka verð til bænda vegna lækkunar á mörkuðum sem yrði erfitt fyrir sauðfjárbændur. Svo verðum við að sjá til, eins og undanfarin ár, hvort það verði einhver afgangur sem hægt er að skila til bænda. 
 
Rekstur afurðastöðvanna í landinu var mjög erfiður á þessu ári og því síð­asta og verður það hugsanlega líka á því næsta enda er rekstrarstaða margra þeirra virkilega erfið. 
 
Bændur verða því líka að velta fyrir sér hvað er hægt að gera í rekstri af­urðastöðvanna til að ná fram aukinni hagræðingu til að hægt sé að greiða hærra verð fyrir afurðirnar,“ segir Ágúst
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...