Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum
Fréttir 20. ágúst 2015

Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ágúst Andrésson forstöðumaður kjöt­afurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga segir staðreyndir máls­ins séu þær að nánast allir markaðir fyrir sauðfjárafurðir hafi gefið eftir hvað verð varðar.
 
„Verð á lambakjöti hefur lækkað innanlands á tveimur síðustu árum og allir útflutningsmarkaðirnir líka nema Spánn. Lækkunin er víða 20 til 30% og það sem meira er að hliðar­afurðir, eins og bein, hausar, garnir og gærur, hafa einnig lækkað en þær hafa umfram annað staðið undir þeim hækkunum sem hafa verið til bænda undanfarin ár. Verð á sumum af þessum hliðarafurðum hefur reyndar lækkað svo mikið að það borgar sig ekki lengur að vinna þær og í staðinn leggst á þær kostnaður vegna förgunar. 
 
Þrátt fyrir þetta hafa kjöt­af­urða­stöð KS og sláturhúsið á Hvamms­tanga gefið út óbreytta verðskrá frá síðasta hausti. Við óttuðumst að sláturleyfihafar mundu lækka verð til bænda vegna lækkunar á mörkuðum sem yrði erfitt fyrir sauðfjárbændur. Svo verðum við að sjá til, eins og undanfarin ár, hvort það verði einhver afgangur sem hægt er að skila til bænda. 
 
Rekstur afurðastöðvanna í landinu var mjög erfiður á þessu ári og því síð­asta og verður það hugsanlega líka á því næsta enda er rekstrarstaða margra þeirra virkilega erfið. 
 
Bændur verða því líka að velta fyrir sér hvað er hægt að gera í rekstri af­urðastöðvanna til að ná fram aukinni hagræðingu til að hægt sé að greiða hærra verð fyrir afurðirnar,“ segir Ágúst
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...