Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Afurðaverð haustsins veldur vonbrigðum
Fréttir 5. ágúst 2025

Afurðaverð haustsins veldur vonbrigðum

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar.

Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Reiknuð hækkun miðað við innlegg ársins 2024 er 2,2% fyrir dilkakjöt og 1% fyrir fullorðið. Verðin endurspegla ekki þær væntingar sem voru uppi um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi til framtíðar.

Á síðustu árum hefur tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016–2017. Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum.

Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.

Afkoman þarf að standast eðlilegar forsendur

Verð fyrir dilkakjöt stendur ekki undir þeim kostnaði sem fellur til við framleiðsluna, jafnvel þegar tekið er tillit til stuðningskerfa. Í öllum atvinnugreinum gengur rekstur ekki nema tekjur standi undir kostnaði.

Sauðfjárrækt krefst mikillar vinnu og ábyrgðar. Það er sanngjörn krafa að bændur geti greitt sér laun sem endurspegla þá vinnu sem lögð er í búreksturinn. Það er forsenda þess að greinin haldist sjálfbær og að fólk vilji starfa við hana til framtíðar.

Byggja þarf upp rekstur með framtíðarsýn

Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda.

Útreikningar á reiknuðu afurðaverði byggja á landsmeðaltali slátrunar og kjötmats í vikum 34-44 árið 2024. Vægi einstakra vikna í verðinu byggir á sláturmagni á landinu öllu og sömuleiðis kjötmati á landinu öllu eftir einstökum vikum haustið 2024.Reiknað afurðaverð ársins 2024 hefur verið uppfært miðað við sláturtölur ársins 2024. Samanburður á afurðaverði 2024 og 2025 er því beinn samanburður á verðskrám þar sem sömu upplýsingar um flokkun eru notaðar við útreikninga fyrir bæði árin.Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er síðan eftir hlutdeild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild. Raunverð sem einstakar afurðastöðvar greiða er síðan breytilegt, enda er niðurstaða kjötmats hjá hverri fyrir sig ekki sú sama og landsmeðaltalið, né heldur sláturmagn í einstökum vikum. Af sömu ástæðum er meðalverð sem einstakir bændur fá líka breytilegt. Allir bændur eru hvattir til að reikna út afurðaverð skv. forsendum þeirra bús, en Bændsamtök Íslands telja útreikninga gefa eins góða mynd og hægt er af meðalverði útfrá forsendum sauðfjárframleiðslunnar í heild. Útreikingar eru á ábyrgð Bændasamtaka Íslands og birtir með fyrirvara um villur. Fyrirspurnir berist á netfangið unnsteinn@bondi.is

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...