Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ágúst Andrésson.
Ágúst Andrésson.
Fréttir 20. júlí 2018

Afkoman slök og óvissan of mikil

Höfundur: MÞÞ

Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kjötafurðastöð KS, segir þá stöðu sem uppi er í sauðfjárræktinni gera að verkum að ekki sé sérstaklega áhugavert fyrir afurðastöðvar að bæta við sig nýjum innleggjendum, „einfaldlega vegna þess að afkoman hefur verið slök og óvissan of mikil,“ segir hann.

Óvissan felist fyrst og fremst í því hversu mikið hver afurðastöð flytur út af sínum afurðum og þess vegna hversu miklum hluta hver afurðastöð kemur á innlendan markað.

„Ef hægt væri að tryggja að allir sætu við sama borð þegar kemur að ráðstöfun umframframleiðslu, annaðhvort með útflutningsskyldu eða jöfnunarsjóði þá væri aftur orðið eftirsóknarvert að auka viðskipti,“ segir Ágúst.

Hinkra með að gefa út verðskrá

Hann segir að nú sé beðið eftir niðurstöðum endurskoðunarnefndar búvörusamninga og í framhaldi af því útspili yfirvalda.

„Um leið og það liggur fyrir hvort fyrirhugaðar eru einhvers konar kerfisbreytingar og hverjar þær þá eru, þá verður fljótlega gefið út verð.  Meðan óvissa ríkir þá hinkrum við aðeins lengur með að gefa út verðskrá,“ segir Ágúst. „Ef  óvissunni verður ekki eytt þá munum við gefa út lágmarksverð með þeim fyrirvara að við getum bætt við þegar hlutirnir verða skýrari.“ 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...