Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ágúst Andrésson.
Ágúst Andrésson.
Fréttir 20. júlí 2018

Afkoman slök og óvissan of mikil

Höfundur: MÞÞ

Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kjötafurðastöð KS, segir þá stöðu sem uppi er í sauðfjárræktinni gera að verkum að ekki sé sérstaklega áhugavert fyrir afurðastöðvar að bæta við sig nýjum innleggjendum, „einfaldlega vegna þess að afkoman hefur verið slök og óvissan of mikil,“ segir hann.

Óvissan felist fyrst og fremst í því hversu mikið hver afurðastöð flytur út af sínum afurðum og þess vegna hversu miklum hluta hver afurðastöð kemur á innlendan markað.

„Ef hægt væri að tryggja að allir sætu við sama borð þegar kemur að ráðstöfun umframframleiðslu, annaðhvort með útflutningsskyldu eða jöfnunarsjóði þá væri aftur orðið eftirsóknarvert að auka viðskipti,“ segir Ágúst.

Hinkra með að gefa út verðskrá

Hann segir að nú sé beðið eftir niðurstöðum endurskoðunarnefndar búvörusamninga og í framhaldi af því útspili yfirvalda.

„Um leið og það liggur fyrir hvort fyrirhugaðar eru einhvers konar kerfisbreytingar og hverjar þær þá eru, þá verður fljótlega gefið út verð.  Meðan óvissa ríkir þá hinkrum við aðeins lengur með að gefa út verðskrá,“ segir Ágúst. „Ef  óvissunni verður ekki eytt þá munum við gefa út lágmarksverð með þeim fyrirvara að við getum bætt við þegar hlutirnir verða skýrari.“ 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f