Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ágúst Andrésson.
Ágúst Andrésson.
Fréttir 20. júlí 2018

Afkoman slök og óvissan of mikil

Höfundur: MÞÞ

Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kjötafurðastöð KS, segir þá stöðu sem uppi er í sauðfjárræktinni gera að verkum að ekki sé sérstaklega áhugavert fyrir afurðastöðvar að bæta við sig nýjum innleggjendum, „einfaldlega vegna þess að afkoman hefur verið slök og óvissan of mikil,“ segir hann.

Óvissan felist fyrst og fremst í því hversu mikið hver afurðastöð flytur út af sínum afurðum og þess vegna hversu miklum hluta hver afurðastöð kemur á innlendan markað.

„Ef hægt væri að tryggja að allir sætu við sama borð þegar kemur að ráðstöfun umframframleiðslu, annaðhvort með útflutningsskyldu eða jöfnunarsjóði þá væri aftur orðið eftirsóknarvert að auka viðskipti,“ segir Ágúst.

Hinkra með að gefa út verðskrá

Hann segir að nú sé beðið eftir niðurstöðum endurskoðunarnefndar búvörusamninga og í framhaldi af því útspili yfirvalda.

„Um leið og það liggur fyrir hvort fyrirhugaðar eru einhvers konar kerfisbreytingar og hverjar þær þá eru, þá verður fljótlega gefið út verð.  Meðan óvissa ríkir þá hinkrum við aðeins lengur með að gefa út verðskrá,“ segir Ágúst. „Ef  óvissunni verður ekki eytt þá munum við gefa út lágmarksverð með þeim fyrirvara að við getum bætt við þegar hlutirnir verða skýrari.“ 

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...