Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar um 17% milli ára.
Reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar um 17% milli ára.
Mynd / BÍ
Fréttir 24. júlí 2023

Afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands er hækkun á dilkakjöti milli ára 17%.

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda.

Árið 2022 var reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt 748 kr/kg en er nú 876 kr/kg. Verð á kjöti fyrir fullorðið hækkar aðeins um 3% milli ára. Ekki hefur verið birt afurðaverð hjá Fjallalambi og Sláturfélagi Vopnafjarðar og miða útreikningar við afurðaverð þessara sláturleyfishafa árið 2022.

Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ, segir ánægjulegt að afurðaverð komi fram svo snemma.

„Þessi hækkun er þó minni en mínar væntingar stóðu til. Við hjá Bændasamtökunum teljum að framleiðslukostnaður á dilkakjöti sé ríflega 2.000 kr/kg. Miðað við það vantar okkur nærri 300 kr/kg upp í þann kostnað þegar tekið hefur verið tillit til stuðnings úr búvörusamningum.“

Afkoman verri þrátt fyrir hækkun

Árið 2022 fengu bændur viðbótarstuðning sem nam um 111 kr/ kg samkvæmt rekstrargreiningu RML. Ekki verður greiddur neinn viðbótarstuðningur til bænda á þessu ári. Þá er ljóst að ýmsir kostnaðarliðir hafa hækkað talsvert milli ára.

Trausti segir því allt stefna í að afkoma sauðfjárbúa versni milli ára, þrátt fyrir hækkun afurðaverðs. „Við megum alls ekki við því að sjá framleiðsluna dragast meira saman. Ég á von á því að við sjáum frekari hækkun afurðaverðs og síðan stendur yfir endurskoðun búvörusamninga. Þar hlýtur ríkið að horfa til stöðu greinarinnar og koma til móts við hana.“

Reiknað meðalverð sláturleyfishafa og hækkun milli ára. Sláturhús KVH og Kaupfélag Skagfirðinga greiða hæst verð samkvæmt þessum útreikningum, 903 kr/kg Heimild: Bændasamtök Íslands

Skylt efni: Afurðaverð

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...