Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar um 17% milli ára.
Reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar um 17% milli ára.
Mynd / BÍ
Fréttir 24. júlí 2023

Afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands er hækkun á dilkakjöti milli ára 17%.

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda.

Árið 2022 var reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt 748 kr/kg en er nú 876 kr/kg. Verð á kjöti fyrir fullorðið hækkar aðeins um 3% milli ára. Ekki hefur verið birt afurðaverð hjá Fjallalambi og Sláturfélagi Vopnafjarðar og miða útreikningar við afurðaverð þessara sláturleyfishafa árið 2022.

Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ, segir ánægjulegt að afurðaverð komi fram svo snemma.

„Þessi hækkun er þó minni en mínar væntingar stóðu til. Við hjá Bændasamtökunum teljum að framleiðslukostnaður á dilkakjöti sé ríflega 2.000 kr/kg. Miðað við það vantar okkur nærri 300 kr/kg upp í þann kostnað þegar tekið hefur verið tillit til stuðnings úr búvörusamningum.“

Afkoman verri þrátt fyrir hækkun

Árið 2022 fengu bændur viðbótarstuðning sem nam um 111 kr/ kg samkvæmt rekstrargreiningu RML. Ekki verður greiddur neinn viðbótarstuðningur til bænda á þessu ári. Þá er ljóst að ýmsir kostnaðarliðir hafa hækkað talsvert milli ára.

Trausti segir því allt stefna í að afkoma sauðfjárbúa versni milli ára, þrátt fyrir hækkun afurðaverðs. „Við megum alls ekki við því að sjá framleiðsluna dragast meira saman. Ég á von á því að við sjáum frekari hækkun afurðaverðs og síðan stendur yfir endurskoðun búvörusamninga. Þar hlýtur ríkið að horfa til stöðu greinarinnar og koma til móts við hana.“

Reiknað meðalverð sláturleyfishafa og hækkun milli ára. Sláturhús KVH og Kaupfélag Skagfirðinga greiða hæst verð samkvæmt þessum útreikningum, 903 kr/kg Heimild: Bændasamtök Íslands

Skylt efni: Afurðaverð

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...