Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Steinþór Skúlason.
Steinþór Skúlason.
Fréttir 3. ágúst 2017

Ekkert ákveðið um afurðaverð til sauðfjárbænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að stjórn SS hafi ekki tekið ákvörðun um afurðaverð til bænda. Hann segir að eins og staðan sé í dag sé útlagt tap með hverju kílói hjá afurðastöðvunum.

„Eins og staðan er í dag liggur ekkert fyrir um afurðaverð til sauðfjárbænda í haust né heldur hvernig greiðslur verða inntar af hendi og því ekkert um það mál að segja eins og er.“

Leyfi til sameiginlegs útflutnings ekki veitt

„Við eins og aðrir sláturleyfishafar vorum að bíða eftir því hvort veitt yrði heimild til sameiginlegs útflutnings á lambakjöti. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Það er því verkefni hvers og eins sláturleyfishafa að skoða sína stöðu, meta horfur og ákveða með framhaldið eins og fyrri ár.“

150 tonna umframbirgðir

Að sögn Steinþórs á SS um eitt hundrað og fimmtíu tonnum meira af kindakjöti í birgðum en æskilegt er. „Það er hundrað og fimmtíu tonnum meira en við vildum eiga. Hundrað og fimmtíu tonn eru rúmlega eins mánaðar sala en við hefðum gjarna viljað vera sem næst því birgðalaus í upphafi sláturtíðar.“

Tap á slátrun og sölu kindakjöts

Þrátt fyrir að Sláturfélagið sé ekki búið að ákveð afurðaverð til bænda segir Steinþór ljóst að það sé verulegt tap á sauðfjárslátrun og því að selja kindakjöt og því nokkuð ljóst að verð muni lækka til bænda frá því sem það var á síðasta ári.

„Afkoma afurðastöðvanna hvað varðar sauðfjárslátrun er grafalvarleg og engin þeirra að sækjast eftir auknu innleggi því það er einfaldlega útlagt tap með hverju kílói. Það þýðir að bændur komast ekki í ný viðskipti og sláturhúsin eru ekki að sækjast eftir þeim. Eins og staðan er í dag er líka spurning um það hvort einhver fæst til að taka við innlegginu ef sláturhús loka,“ segir Steinþór Skúlason.

 

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...