Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Steinþór Skúlason.
Steinþór Skúlason.
Fréttir 3. ágúst 2017

Ekkert ákveðið um afurðaverð til sauðfjárbænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að stjórn SS hafi ekki tekið ákvörðun um afurðaverð til bænda. Hann segir að eins og staðan sé í dag sé útlagt tap með hverju kílói hjá afurðastöðvunum.

„Eins og staðan er í dag liggur ekkert fyrir um afurðaverð til sauðfjárbænda í haust né heldur hvernig greiðslur verða inntar af hendi og því ekkert um það mál að segja eins og er.“

Leyfi til sameiginlegs útflutnings ekki veitt

„Við eins og aðrir sláturleyfishafar vorum að bíða eftir því hvort veitt yrði heimild til sameiginlegs útflutnings á lambakjöti. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Það er því verkefni hvers og eins sláturleyfishafa að skoða sína stöðu, meta horfur og ákveða með framhaldið eins og fyrri ár.“

150 tonna umframbirgðir

Að sögn Steinþórs á SS um eitt hundrað og fimmtíu tonnum meira af kindakjöti í birgðum en æskilegt er. „Það er hundrað og fimmtíu tonnum meira en við vildum eiga. Hundrað og fimmtíu tonn eru rúmlega eins mánaðar sala en við hefðum gjarna viljað vera sem næst því birgðalaus í upphafi sláturtíðar.“

Tap á slátrun og sölu kindakjöts

Þrátt fyrir að Sláturfélagið sé ekki búið að ákveð afurðaverð til bænda segir Steinþór ljóst að það sé verulegt tap á sauðfjárslátrun og því að selja kindakjöt og því nokkuð ljóst að verð muni lækka til bænda frá því sem það var á síðasta ári.

„Afkoma afurðastöðvanna hvað varðar sauðfjárslátrun er grafalvarleg og engin þeirra að sækjast eftir auknu innleggi því það er einfaldlega útlagt tap með hverju kílói. Það þýðir að bændur komast ekki í ný viðskipti og sláturhúsin eru ekki að sækjast eftir þeim. Eins og staðan er í dag er líka spurning um það hvort einhver fæst til að taka við innlegginu ef sláturhús loka,“ segir Steinþór Skúlason.

 

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...