Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
VATN vísitalan hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Appelsínugula línan táknar VATN vísitöluna en sú gráa vísitölu neysluverðs.
VATN vísitalan hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Appelsínugula línan táknar VATN vísitöluna en sú gráa vísitölu neysluverðs.
Fréttir 1. maí 2023

Afurðaverð nautgripa að hækka

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Töluverðar verðhækkanir hafa átt sér stað undanfarna mánuði á afurðaverði til nautgripabænda. Hækkanir hafa numið allt að rúmum tuttugu prósentum.

Aukin eftirspurn eftir nautakjöti hefur birst í hækkunum afurðastöðva á afurðaverði á undanförnum mánuðum. Nú þegar hafa allar afurðastöðvarnar hækkað verð sitt það sem af er ári og sumar þeirra hafa hækkað verðskrár sínar þrisvar.

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, segir að hækkanirnar séu vissulega kærkomnar enda hafi staða nautakjötsframleiðslu verið afar erfið að undanförnu. „Við höfum séð fækkun á ásettum gripum en vonandi er þróunin að snúast við. Það er auðvitað þriggja ára ferli að framleiða gripi þannig að áhrifin koma kannski ekki fram strax.“

Ef skoðuð er hækkun UN gripa frá janúar til og með hækkununum sem tóku gildi 17. apríl sl. nemur hún allt að rúmum 20% í flokkum yfir 200 kg. Undir 200 kg flokkur UN gripa hækkar mun minna og flestar afurðastöðvar hafa ekki hreyft þá verðskrá það sem af er ári, að SS undanskildu.

VATN vísitalan, sem búgreinadeild nautgripabænda hefur haldið utan um, hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Stærstu verðhækkanirnar áttu sér þó stað í mars og apríl en tölur til að uppfæra vísitöluna fyrir apríl liggja ekki enn fyrir. Búast má við því að hækkanirnar komi sterkar fram við næstu uppfærslu VATN vísitölunnar.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...