Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda vonar að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfar á boðuðum verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga.
Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda vonar að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfar á boðuðum verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga.
Mynd / ghp
Fréttir 11. júlí 2022

Beðið eftir viðbrögðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðaði umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda í nýrri verðskrá sem þeir gáfu út í byrjun síðustu viku.

Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 31,4% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (34,4% miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 173 kr/kg milli ára.

Skúli Þórðarson, framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, sagði að stjórn félagsins hafi talið sig knúna til að bregðast við rekstrarvanda sauðfjárbænda.

„Stjórn félagsins ákvað að hækka verðið þannig að sauðfjárbændur yrðu ekki fyrir launalækkun.“

Sláturfélag Vopnfirðinga er meðal minnstu sláturleyfishafa landsins og voru með innan við 10% framleiðslunnar í fyrra.

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands gefið út verðskrá fyrir komandi haust. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 18,7% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (24,2% sé miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 104 kr/kg.

Aðrar afurðastöðvar hafa enn ekki gefið út afurðaverðið fyrir árið 2022 en Kjarnafæði Norðlenska gaf það út í febrúar að þeirra afurðaverð myndi hækka að lágmarki um 10%.

Vonar að aðrir fylgi í kjölfarið

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda, sagði það sérstakt fagnaðarefni að verð sé að koma fram svo tímanlega.

„Þetta er skref í rétta átt og í fljótu bragði sýnist mér að með viðbótarstuðningi ríkisins og verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga þá séum við að halda sjó milli ára. Við vonum að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfarið.“

Sjö sláturhús fyrir sauðfé kringum landið, rekin af fimm fyrirtækjum. Þrjú þeirra hafa ekki gefið upp afurðaverð sín fyrir haustið. Ágúst Andrésson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sem rekur kjötafurðastöðina á Sauðárkróki, og sláturhúsið KVH á Hvammstanga sagði að von væri á verðskrá frá fyrirtækinu.

Björn Víkingur Björnsson hjá Fjallalambi sagði að á Kópaskeri hefðu menn engar ákvarðanir tekið og engin svör fengust frá Kjarnafæði Norðlenska.

Inntur eftir frekari hækkunum í kjölfar tilkynningar Sláturfélags Vopnfirðinga sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS, að þeir muni bíða eftir að fyrir liggi verðlagning allra afurðastöðva.G

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f