Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Með því að leyfa kaup á líflömbum með verndandi arfgerð má flýta fyrir riðuþolnum sauðfjárstofni.
Með því að leyfa kaup á líflömbum með verndandi arfgerð má flýta fyrir riðuþolnum sauðfjárstofni.
Mynd / HGS
Fréttir 12. maí 2023

Vilja leyfa kaup á líflömbum með verndandi arfgerð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna skorar á Matvælastofnun að leyfa kaup á líflömbum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki milli sauðfjárbúa innan varnarhólfs í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi þess.

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna var haldinn á Flúðum, 23. apríl 2023. Í ályktun fundarins eru baráttukveðjur sendar til sauðfjárbænda í Miðfirði.

„Verndandi arfgerðir fyrir riðu hafa fundist hér á landi og því verða stjórnvöld að bregðast við strax með auknu fjármagni til rannsókna og arfgerðagreininga. Með því megi flýta fyrir riðuþolnum stofni og koma í veg fyrir kostnaðarsaman, umdeildan og sársaukafullan niðurskurð sem hefur verið veruleikinn fram til þessa.

Fundurinn skorar á Matvælastofnun að leyfa kaup á milli sauðfjárbúa innan sveitarfélags og/ eða varnarhólfs á líflömbum sem bera í sér verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Með því móti má hraða mikilvægri þróun í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm, sporna gegn skyldleikaræktun og stytta þann tíma sem tekur bændur að koma sér upp hjörðum sem að fullu bera verndandi arfgerð gegn riðu.

Jafnframt skorar fundurinn á yfirvöld að bændum verði heimilt að sækja fé sitt í réttir, óháð varnarlínum, beri féð sannarlega í sér þessa verndandi arfgerð. Þá hefur fundurinn efasemdir um margar hinna svokölluðu varnarlína í núverandi mynd sem engan veginn hafa staðið undir nafni sem slíkar.

Fundurinn lýsir einnig yfir stuðningi við ályktun sem fundur sauðfjárbænda í Miðfirði sendi frá sér þann 16. apríl síðastliðinn sem og stuðningsyfirlýsingu stjórnar sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu og hvetur matvælaráðherra til að innleiða nú þegar viðauka VII í heild við ESB-reglugerð nr 999/2001 sem tók gildi á Íslandi 2012 (reglugerð 41/2012), en sá kafli var undanskilinn við innleiðingu reglugerðarinnar.

Þá sendir fundurinn góðar kveðjur til sauðfjárbænda um land allt með von um að vorið verði hagfellt á komandi sauðburði og hvetur til þess að allir leggi sitt af mörkum í hinu stóra verkefni fram undan sem er að byggja upp verndandi arfgerð gegn riðu í íslensku sauðfé.

Að lokum sendir Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna hlýjar baráttukveðjur til sauðfjárbænda í Miðfirði í Húnavatnssýslu og vonast er til að síðasti niðurskurðurinn vegna riðu sé afstaðinn,“ segir í ályktun frá Sauðfjárræktarfélagi Hrunamanna.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...