Skylt efni

riða

Um ræktun gegn riðu
Lesendabásinn 30. ágúst 2022

Um ræktun gegn riðu

Í þessum pistli verður rætt um arfgerðargreiningar haustið 2022 ásamt fleiri atriðum sem tengjast því stóra verkefni sem fram undan er – að rækta upp riðuþolna stofna.

Þrjár ær til viðbótar með ARR arfgerðina í Þernunesi
Fréttir 22. febrúar 2022

Þrjár ær til viðbótar með ARR arfgerðina í Þernunesi

Niðurstöður bárust um helgina úr sýnatökum í Þernunesi þar sem leitað var að ARR-arfgerðinni, sem er verndandi gegn riðu í sauðfé. Þrjár ær fundust með arfgerðina af þeim 95 sýnum sem tekin voru að þessu sinni, tvær eru hyrndar og eru þær fyrstu hyrndu kindurnar sem finnast með arfgerðina hér á landi.

Gimsteinn frá Þernunesi ber nafn með rentu
Fréttir 28. janúar 2022

Gimsteinn frá Þernunesi ber nafn með rentu

Gimsteinn frá Þernunesi ber svo sannarlega nafn með rentu. Ekki aðeins vegna þess að hann er fyrsti hrútur Íslands með hina viðurkenndu verndandi arfgerð ARR gegn riðu, heldur líka vegna þess að hann finnst innan um „hörkufé á góðu kynbótabúi“, eins og Eyþór Einarsson, sauð­fjár­ræktarráðunautur hjá Ráð­gjafar­miðstöð landbúnaðarins, kallar Þernune...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að sýni hafi reynst jákvætt með tilliti til riðu en sauðfjárbúskapur var aflagður á viðkomandi bæ síðast liðið haust.

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á riðuveiki. RML, Keldur, Karólína í Hvammshlíð og hópur ótrúlega áhugasamra erlendra vísindamanna hafa komið að verkefnum sem m.a. miða að því að leita í stofninum að verndandi arfgerðum. Öll þessi vinna miðar að því að hafa fleiri verkfæri í baráttunni við riðuveiki með...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) gegn riðu, sem er alþjóðlega viðurkennd og notuð með góðum árangri í Evrópu við útrýmingu á riðu í sauðfé. Arfgerðin hafði aldrei áður fundist á Íslandi þrátt fyrir víðtæka leit. Einstaklingarnir sex eru allir á bænum Þernunesi í Reyðarfirði.

Þrjár verndandi arfgerðir í geitfé
Fréttir 12. janúar 2022

Þrjár verndandi arfgerðir í geitfé

Laugardaginn 8. janúar hélt þýski riðusérfræðingurinn dr. Gesine Lühken, sem er einn þátttakenda í alþjóðlegri riðurannsókn hér á landi í sauðfé, fræðslufund á vegum Geitfjárræktarfélags Íslands. Á fundinum kom fram að verndandi arfgerðir í geitfé séu þrjár.

Íslenskir bændur og alþjóðlegir vísindamenn vinna saman
Fræðsluhornið 3. janúar 2022

Íslenskir bændur og alþjóðlegir vísindamenn vinna saman

„Riðurannsóknin mikla“ – hér eru íslenskir sauðfjárbændur og riðusérfræðingar frá Þýskalandi, Englandi, Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Íslandi að vinna saman. Vísindamennirnir eru vanir að þurfa að sannfæra bændur um að taka þátt í rannsóknum og þeir eru mjög ánægðir að í þessu tilfelli var það öfugt – bændurnir áttu frumkvæði að verkefninu, höfðu sa...

Riða – hvað getum við gert?
Fræðsluhornið 18. nóvember 2021

Riða – hvað getum við gert?

Riða í sauðfé er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem endar alltaf með dauða. Sjúk­dómurinn veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu.

Verndandi arfgerðir bjarga öllu
Fræðsluhornið 8. nóvember 2021

Verndandi arfgerðir bjarga öllu

Eins og fram kom í fyrri grein, er riða einn af þeim örfáu smit­sjúkdómum þar sem arfgerðin ræður næmi fyrir smiti í mjög miklum mæli. Það er ómetanlegur kostur – sem er lykilatriði í þeim mikla árangri sem hefur náðst í löndum sem hafa nýtt sér þessa þekkingu. ESB gaf út skýrslu 2014 til að meta árangur aðgerðanna sem hafði verið ráðist í frá 2002...

Verkefni um leit að verndandi genabreytileika í sauðfé gegn riðu
Fréttir 29. október 2021

Verkefni um leit að verndandi genabreytileika í sauðfé gegn riðu

Tvö rannsóknaverkefni eru í gangi hér á landi sem ganga út á riðugensgreiningar. Markmið beggja er að leita að arfgerðum sem veita vernd gagnvart riðu sem hægt væri að nýta í ræktun á íslenska sauðfjárstofninum til varnar hinum skæða sjúkdómi.

Riða er hvorki mæðiveiki né fjárkláði
Fræðsluhornið 25. október 2021

Riða er hvorki mæðiveiki né fjárkláði

Enginn sjúkdómur í seinni tíð hefur valdið sauðfjárbændum eins miklum skaða og riðuveiki. Þar á ég ekki bara við skaðann út af veikum kindum heldur miklu fremur vegna þess tjóns sem hefur fylgt niðurskurði í stórum stíl. Bæði fjárhagslegt tjón, sérstaklega á fyrstu árum niðurskurðar, en líka fram á þennan dag, og ekki síður sálræna áfallið sem bænd...

Riðuveiki í sauðfé og geitum
Lesendabásinn 21. október 2021

Riðuveiki í sauðfé og geitum

Í Bændablaðinu síðasta, 7. október 2021, og í pistli í sjónvarpinu nýlega, er fjallað um riðuveiki í Skagafirði og varnir  gegn riðuveiki á Íslandi.

Segir stutt í að hægt sé að rækta upp ónæmt sauðfé
Fréttir 21. október 2021

Segir stutt í að hægt sé að rækta upp ónæmt sauðfé

Karólína Elísabetardóttur, sauð­fjár­bóndi í Hvammshlíð í Skaga­byggð, segir að lausnin til að rækta upp verndandi arfgerðareiginleika í sauðfé gegn riðu sé innan seilingar. Samstarf hennar við þýska, enska og ítalska vísindamenn með aðkomu riðusérfræðings á Keldum og ráðunauts frá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, hefur skilað þeim árangri að arfg...

Efla þarf rannsóknir á erfðavísum sem veita þol gegn riðu í sauðfé
Lesendabásinn 18. október 2021

Efla þarf rannsóknir á erfðavísum sem veita þol gegn riðu í sauðfé

Á forsíðu Bændablaðsins þann 23. september sl. var því slegið upp í fyrirsögn að Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggi til í grein í blaðinu að ráðist verði í víðtækan niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi. Þessi tillaga kom fram eftir a...

Varnarlína við Blöndu var lögð niður 2018
Fréttir 7. október 2021

Varnarlína við Blöndu var lögð niður 2018

Varnarlína við ána Blöndu var lögð niður þann 1. febrúar 2018. Það var gert að tillögu Matvæla­stofnunar og með því var Húna- og Skagahólf gert að einu varnarhólfi sem er merkt nr. 9. Samtals eru um 60 þúsund fjár innan hólfsins, sem skiptast gróflega þannig að um 20 þúsund fjár eru í Skagahólfi og um 40 þúsund í Húnahólfi.

Skriður og riða
Skoðun 7. október 2021

Skriður og riða

Nú þegar haustverkin eru í fullum gangi lætur náttúran ekki hjá líða að minna á sig. Jörð skelfur á suðvesturhorninu og Askja tútnar út. Fjárdauði varð í áhlaupsverði á Ströndum og víðar. Riða kom upp í Skagafirði með tilheyrandi búsifjum fyrir bændur. Þá féllu fjölmargar skriður í Útkinn og ollu verulegu tjóni á ræktun auk þess að búa til verkefni...

Riða í Skagafirði
Fræðsluhornið 29. september 2021

Riða í Skagafirði

Riðuveiki í kindum er sérstæður sjúkdómur að því leyti að smitefni hans, svokallað príon, er ekki lifandi og er mjög þrautseigt í umhverfinu. Príon eru prótein sem þola m.a. suðu, geislun, formalín og nær allar tegundir hreinsiefna nema klór. Af þessum sökum reyndist mönnum erfitt að hefta útbreiðslu riðu á árum áður, svo að veikin breiddist út um ...

Leit að verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé er engin skyndilausn
Fréttir 24. september 2021

Leit að verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé er engin skyndilausn

Stefanía Þorgeirsdóttir fer fyrir rannsóknarverkefni á Keldum þar sem markmiðið er að leita að verndandi arfgerð í íslensku sauðfé, en erfðapróf sem byggir á einu tilteknu erfðamarki er notað víða í Evrópu í þeim tilgangi að byggja upp þolna sauðfjárstofna.

Þrjátíu ára gjöfult ræktunarstarf á Syðra-Skörðugili að enda komið
Fréttir 23. september 2021

Þrjátíu ára gjöfult ræktunarstarf á Syðra-Skörðugili að enda komið

Skorið verður niður um 1.500 fjár á Syðra-Skörðugili eftir að riðutilfelli var staðfest í kind, eftir að vart varð við veikindi hennar í heimalandasmölun fyrir göngur. Bærinn er talinn með betri ræktunarbúum á landinu í sauðfjárrækt, fengið margar viðurkenningar í gegnum árin. Það var til að mynda afurðahæsta sauðfjárbúið í Skagafirði með 300 ær eð...

Leggur til niðurskurð á öllum bæjum sem verið hafa með fé í Húna- og Skagahólfi
Fréttir 23. september 2021

Leggur til niðurskurð á öllum bæjum sem verið hafa með fé í Húna- og Skagahólfi

Halldór Runólfsson, fyrr­verandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til í grein sem hann ritar í Bændablaðinu í dag,  að ráðist verði í víðtækari niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í  Húna- og Skagahólfi.

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun
Fréttir 14. september 2021

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun

Riða greindist á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði á föstudaginn. Um fimmtán hundruð fjár er á bænum sem skera þarf niður, fimm hundruð ær og um þúsund lömb.

Riðutilfelli staðfest í Húnaþingi vestra
Fréttir 2. mars 2021

Riðutilfelli staðfest í Húnaþingi vestra

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Húnaþingi vestra í Vatnsneshólfi, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Í hólfinu greindist síðast riða árið 2015. Matvælastofnun vinnur að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.

Upplýsingar og fræðsla skila árangri í baráttunni við riðu
Fréttir 11. janúar 2021

Upplýsingar og fræðsla skila árangri í baráttunni við riðu

Til eru gögn aftur til ársins 1957 um riðutilfelli sem komið hafa upp hérlendis. Samkvæmt Sigrúnu Bjarnadóttur, sérgreinadýralækni nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun Íslands er þó erfitt að treysta á þau gögn vegna ýmissa vankanta. Í dag er að mestu stuðst við tölur frá árinu 1986 sem sýna svo ekki verður um villst að verulegur árang...

Ekki stætt á öðru en að farga geitunum
Fréttir 8. desember 2020

Ekki stætt á öðru en að farga geitunum

Í kjölfar nýlegra riðutilfella á sauðfjárbúum í Skagafirði vakti Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, athygli á því að einnig hefði þurft að skera niður stóra hjörð geita á Grænumýri, þrátt fyrir að riða hafi aldrei verið staðfest í íslenskum geitum. Sagði hún að skoða þurfi hvort nauðsynlegt sé að skera niður geitahópa í s...

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för með sér bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir fjáreigendurna og hefur líka áhrif á samfélagið í heild,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði, en niðurskurður sauðfjár eftir að upp kom riða í héraðinu hefur lagst þungt á samfélagið.

Leitað leiða til að bregðast við áfalli vegna niðurskurðar
Fréttir 23. nóvember 2020

Leitað leiða til að bregðast við áfalli vegna niðurskurðar

Riðuveiki var staðfest á fjórum sauðfjárbúum í Skagafirði, StóruÖkrum, SyðriHofdölum, Grænumýri og Hofi í Hjaltadal. Í kjölfarið var lögum samkvæmt fyrirskipaður niðurskurður alls fjár á búunum, eða á um 2.500 gripum. 

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum
Fréttir 20. nóvember 2020

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum

Nýlega hélt Geitfjárræktarfélag Íslands aðalfund. Anna María Flygenring var kjörin til áframhaldandi formennsku. Meðal umfjöllunarefna á fundinum voru riðutilfellin á sauðfjárbúum í Skagafirði og niðurskurður í geitahópum þar af þeim sökum, sem er högg fyrir hinn smáa íslenska stofn. Riðusmit hefur aldrei verið staðfest í íslenskum geitum og ekki s...

Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella
Fréttir 18. nóvember 2020

Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands og sveitarfélögin í Skagafirði hafa gert samkomulag við Kristínu Lindu Jónsdóttur, sálfræðing, um að veita sauðfjárbændum sálrænan stuðning og ráðgjöf vegna nýlegra riðutilfella í Skagafirði.

Endurskoðun hafin á reglum um riðu
Fréttir 11. nóvember 2020

Endurskoðun hafin á reglum um riðu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett af stað vinnu í ráðuneyti sínu við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverk dýraheilbrigðis.

Skagafjörður lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu mála varðandi riðu
Fréttir 11. nóvember 2020

Skagafjörður lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu mála varðandi riðu

Á fundi landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gærmorgun er lýst áhyggjum yfir stöðu mála varðandi riðu í Skagafirði, í ljósi nýlegra tilfella í Tröllaskagahólfi.

Hinn hræðilegi skaðvaldur riðuveikin
Fréttaskýring 11. nóvember 2020

Hinn hræðilegi skaðvaldur riðuveikin

Matvælastofnun staðfesti þann 27. október riðu á bæjunum Grænumýri og SyðriHofdölum í Blönduhlíð, og Hofi í Hjaltadal. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í vikunni þar á undan. Ákvörðun um niðurskurð lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. 

Óskað eftir sýnum frá bændum í Tröllaskagahólfi
Fréttir 23. október 2020

Óskað eftir sýnum frá bændum í Tröllaskagahólfi

Matvælastofnun hefur óskað eftir því við sauðfjárbændur í Tröllaskagahólfi að þeir hafi samband við héraðsdýralækni vegna sýnatöku á fé sem misferst eða er slátrað heima. Tilefnið er nýlega staðfest riðusmit í Tröllaskagahólfi.

Um 20 ár frá því riðutilfelli var síðast greint í Skjálfandahólfi
Fréttir 22. júní 2020

Um 20 ár frá því riðutilfelli var síðast greint í Skjálfandahólfi

„Viðbrögðin hafa verið nokkuð jákvæð,“ segir Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Matvæla­stofnunar í Norðaustur­umdæmi. Hann hefur hvatt forsvarsmenn sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til að koma á skipulegri söfnun og tryggri förgun dýrahræja.

Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði
Fréttir 25. febrúar 2020

Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði

Staðfest tilfelli um riðuveiki erá bænum Grófargili við Varmahlíð í Skagafirði. Á bænum eru um 100 fjár.

Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin
Fréttir 11. desember 2019

Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin

Ef ekki kemur upp riðutilfelli í Skjálfandahólfi til áramóta mun það verða skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, enda hefur þá ekki komið upp tilfelli þar í tuttugu ár þegar riða greindist á bænum Lóni í Kelduhverfi.

Riðutilfelli í Svarfaðardal
Fréttir 18. desember 2017

Riðutilfelli í Svarfaðardal

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal. Þetta er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.

Núverandi staða varnarhólfa
Fræðsluhornið 19. apríl 2017

Núverandi staða varnarhólfa

Eins og flestir búfjáreigendur vita er landinu skipt upp í 26 varnarsvæði með svokölluðum varnarlínum sem ýmist eru girðingar eða náttúrulegar hindranir. Til að auðvelda eftirlit eru mismunandi litir hafðir á eyrnamerkjum í sauðfé eftir því hvaða varnarhólfi það tilheyrir.