Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leggur til niðurskurð á öllum bæjum sem verið hafa með fé í Húna- og Skagahólfi
Mynd / Bbl
Fréttir 23. september 2021

Leggur til niðurskurð á öllum bæjum sem verið hafa með fé í Húna- og Skagahólfi

Höfundur: HKr. / smh

Halldór Runólfsson, fyrr­verandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til í grein sem hann ritar í Bændablaðinu í dag,  að ráðist verði í víðtækari niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í  Húna- og Skagahólfi.

Greint var frá því 10. september síðastliðinn að riðuveiki hafi komið upp á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði, sem er í Húna- og Skagahólfi, en í því hólfi greindist síðast riða á einum bæ árið 2020. Skorið verður niður um 1.500 fjár á Syðra-Skörðugili, en síðast var skorið þar niður fyrir 30 árum. 

Að sögn Elvars Einarssonar, bónda á bænum, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað verði gert þegar þeim verður aftur heimilt að byggja upp sauðfjárstofn.

„Við erum bara að jafna okkur eftir þetta áfall og fara í gegnum þetta hefðbundna ferli gagnvart ráðuneytinu í samvinnu við MAST,“ segir Elvar

Ásamt sauðfjárræktinni eru þau Fjóla Viktorsdóttir, kona hans, og þrjú börn þeirra með hrossarækt. Þau  Elvar og Fjóla eru ósátt við reglugerðina frá 2001 sem unnin er við ákvörðun bóta, þær séu ósanngjarnar því fjárhagslegt tjón bænda sé gríðarlegt í tilfellum sem þessum.

Þau eru einnig afar ósátt við að ekki skuli vera lagt meira fjármagn í rannsóknir á riðu, það hafi ekkert verið gert almennilega í tugi ára. Þau telja að kortleggja þurfi svæðin þar sem hefur verið riða á árum áður og að þau svæði verði hreinsuð betur.

Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, hefur tekið undir orð Elvars. Telur hann að það þurfi að vinna betur úr þessum faraldsfræðilegu gögnum.

Á síðasta ári þurfti að skera niður allt sauðfé á fimm bæjum í Skagafirði og geitur að auki á einum bæ. Samtals var skorið niður á annað þúsund fjár.

Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum í Skagafirði, þar sem skorið var niður á sjötta hundrað fjár í fyrra, kallaði þá eftir því að vísinda- og bændasamfélagið nýtti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé.

13 smittilvik komið upp í sama hólfi á 20 árum 

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Matvælastofnunar hafa 13  tilfelli greinst á undanförnum 20  árum í þessu hólfi og mörg þeirra í nágrenni Syðra-Skörðugils. Á síðasta ári greindist riða á nokkrum bæjum í Tröllaskagahólfi, sem eru rétt austan við varnarlínuna um Héraðsvötn og í nágrenni við nokkra bæi í Húna- og Skagahólfi, þar sem riða hefur greinst á undanförnum árum.

Vill líka niðurskurð hjá bændum í áhættuhópi

Halldór Runólfsson.

Halldór Runólfsson segir í grein sinni að það sé sín skoðun að nú verði að bregðast við þessum nýjustu riðuveikitilfellum, með mjög afgerandi hætti, annars mun halda áfram að greinast riða á einum og einum bæ á svæðinu, samkvæmt reynslu undanfarinna áratuga.

„Skynsamlegast væri að fara í víðtækan og samræmdan niðurskurð á öllum bæjum í þessu hólfi sem eru með sauðfé og halda því fjárlausu í tvö ár, eins og fyrirskipað er. Það er mjög mikilvægt að góð samstaða náist með öllum sauðfjárbændum á svæðinu, að fara í þessar aðgerðir, líka bændum þar sem riða hefur ekki enn greinst  hjá, en þeirra bú teljast þá til áhættubúa. Gagnger hreinsun er nauðsynleg á öllum þeim bæjum þar sem skorið er.

Það er einnig  mikilvægt að öll fjárhús og nánasta nágrenni þeirra séu hreinsuð ítarlega á þeim bæjum sem ekki ætla að halda áfram og einnig verði skoðað hvort hreinsa þurfi á bæjum sem hættu fjárbúskap eftir fyrri niðurskurði. Þessa skoðun mína byggi ég á tveimur mjög vel heppnuðum og sambærilegum aðgerðum á undanförnum 30 árum.“ 

Aðgerðir sem skiluðu árangri

Aðgerðirnar fyrir 20 árum, sem Halldór nefnir, voru að farið var í niðurskurð á öllum bæjum í Héraðshólfi á miðjum áratug síðustu aldar, en þar hafði riða verið að greinast á einum bæ á eftir öðrum í nokkur ár. Það er talið hafa heppnast vel þó eitt riðuveikitilfelli hafi komið upp í hólfinu árið 1997. Þá var farið í mjög umfangsmikinn niðurskurð í Biskupstungum á árunum 2003–2004 og gerðir yfir 70 samningar við bændur. Við lok fjárlausa tímabilsins var gert sérstakt átak í hreinsunaraðgerðum, t.d. á bæjum sem ætluðu ekki að halda áfram búskap. Ekkert tilfelli hefur greinst á þessu svæði síðan að sögn Halldórs. Hann nefnir einnig niðurskurð á nokkrum bæjum á  afmörkuðu svæði í sunnanverðum Hrunamannahreppi, sem farið var í árið 2003 í kjölfar riðutilfellis á einum bæ.

Sjá nánar bls. 2, 8, 14, 18 og 68 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: riða | riða í sauðfé

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...